ÚR vill erlendar fjárfestingar í Brimi

Útgerðarfélag Reykjavíkur leggur til að Brim verði breytt í eignarhaldsfélag …
Útgerðarfélag Reykjavíkur leggur til að Brim verði breytt í eignarhaldsfélag til þess að auka óbeinar erlendar fjárfestingar í félaginu. mbl.is/Hari

Útgerðarfé­lag Reykja­vík­ur (ÚR) legg­ur til að hlut­haf­ar Brims hf. samþykki að fela stjórn að leita leiða til þess að auka aðkomu er­lendra fjár­festa að Brimi hf. Meðal þess sem kem­ur til greina er að stofna fé­lag, sem á hlut í ís­lensku eign­ar­halds­fé­lagi, í kaup­höll­ina í Ósló.

ÚR, sem er eig­andi 36,13% hluta­fjár Brims, hef­ur ákveðið að leggja fyr­ir hluta­hafa­fund þann 12. des­em­ber að stjórn verði falið að velja milli þriggja leiða til að „auka mögu­leika er­lendra aðila til óbeinn­ar fjár­fest­inga í fé­lag­inu,“ að því er seg­ir í til­lög­unni sem kynnt er í til­kynn­ingu í dag.

Viðskipta­blaðið sagði fyrst frá mál­inu.

Lagt er til að færa all­an rekst­ur Brims hf. í dótt­ur­fé­lag sem er í 100% eigu þess. Kall­ast þessi „leið A“ og fel­ur í sér að eft­ir til­færsl­una verður Brim ekki leng­ur út­gerðarfé­lag held­ur eign­ar­halds­fé­lag. „Skrán­ing hluta­fjár fé­lags­ins í ís­lenskri kaup­höll verði óbreytt en er­lend­um aðilum þar með heim­ilað að eign­ast tak­markaðan hluta hluta­fjárs­ins,“ seg­ir í til­lög­unni.

„Leið B“ er lýst þannig að stofnað verði er­lent fé­lag sem mun vera eig­andi allt að 25% hluta­fjár í ís­lensku fé­lagi, sem á 100% hluta­fjár í Brimi hf., verði tekið til skrán­ing­ar og viðskipta í er­lend­um hluta­bréfa­markaði. Er í þessu sam­hengi sér­stak­lega vísað til Ósló­ar í Nor­egi sem dæmi.

Þá er einnig lagt til und­ir svo­kallaðri „leið C“ að stjórn kanni hvort aðrar leiðir en til­greind­ar hafa verið séu hag­kvæm­ari fyr­ir fé­lagið til þess að ná því mark­miði að auka mögu­leika er­lendra aðila á óbein­um fjár­fest­ing­um í Brimi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina