Faðir Sólrúnar Diego, Elmar Diego, skráði sig í ástarsamband á Facebook fyrr í kvöld. Sú heppna heitir Freyja Ösp Burknadóttir.
Elmar er reyndar ekki blóðfaðir Sólrúnar heldur ættleiddi hann hana þegar hún var lítil og tók hún Diego-nafnið frá honum.
Elmar er einkaþjálfari og fitness-stjarna sem hefur oftar en ekki lent á verðlaunapalli. Árið 2014 varð hann Íslandsmeistari í fitnesskeppni karla. Í gegnum tíðina hefur Elmar sinnt ýmsum störfum en nú starfar hann hjá Öryggismiðstöðinni.
Smartland óskar parinu til hamingju með ástarsambandið.