Segja Jóhannes hafa handvalið tölvupósta

Höfuðstöðvar Samherja á Akureyri.
Höfuðstöðvar Samherja á Akureyri. mbl.is/Margrét Þóra

Útgerðarfyr­ir­tækið Sam­herji seg­ist hafa látið kanna þau gögn sem Wiki­Leaks hef­ur birt um fé­lagið, en þar sé aðallega um að ræða mikið magn pósta úr póst­hólfi Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara. Sam­herji seg­ir að Jó­hann­es hafi hand­valið tölvu­pósta og aðeins af­hent um 42% af tölvu­póst­un­um.

Þetta kem­ur fram í nýrri til­kynn­ingu á vef Sam­herja. 

Tekið er fram að tölvu­póst­arn­ir úr póst­hólfi Jó­hann­es­ar séu þau gögn sem fjöl­miðlar hafi stuðst við í um­fjöll­un um starf­semi fé­laga sem tengj­ast Sam­herja í Namib­íu.

„Jó­hann­es hafði að minnsta kosti 44.028 tölvu­pósta í póst­hólfi sínu milli ár­anna 2014 og 2016. Hann af­henti Wiki­leaks 18.497 tölvu­pósta frá þessu tíma­bili sem þýðir að hann af­henti aðeins 42% af tölvu­póst­un­um. Flest­ir þeirra pósta sem Jó­hann­es af­henti ekki eru frá ár­inu 2015 en hann virðist ekki hafa af­hent Wiki­leaks neina tölvu­pósta frá því ári ef und­an­skild­ir eru nokkr­ir póst­ar frá janú­ar. Þetta sést glögg­lega á meðfylgj­andi grafi,“ seg­ir Sam­herji í til­kynn­ing­unni.

Þetta graf birtir Samherji með tilkynningunni.
Þetta graf birt­ir Sam­herji með til­kynn­ing­unni. Graf/​Sam­herji

Segja þetta vekja upp fleiri spurn­ing­ar

„Sú aðferð sem hér hef­ur verið beitt, að hand­velja tölvu­pósta, hlýt­ur að vekja upp fleiri spurn­ing­ar en hún svar­ar. Hvert var efni þeirra pósta sem ekki voru birt­ir? Hvers vegna voru þau tíma­bil sem um ræðir val­in en ekki allt tíma­bilið? Er ósam­ræmi í þeim gögn­um sem var sleppt og þeim sem hingað til hef­ur verið fjallað um?

Sú staðreynd að 58% af tölvu­póst­un­um voru aldrei birt hlýt­ur að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá sem telja að frá­sögn Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar sé rétt og sann­leik­an­um sam­kvæm. Þeir fjöl­miðlar sem fjallað hafa um málið þurfa líka að velta fyr­ir sér hvort þeir hafi aðeins séð þau gögn sem styðja frá­sögn heim­ild­ar­manns­ins en ekki heild­ar­mynd­ina,“ seg­ir enn­frem­ur í til­kynn­ingu Sam­herja. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina