Ætla að birta pósta Jóhannesar

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu.
Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu. Skjáskot/Kveikur

Sam­herji hyggst birta tölvu­pósta upp­ljóstr­ar­ans Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, fyrr­ver­andi stjórn­anda Sam­herja­fé­lag­anna í Namib­íu. Ekki verða þó birt­ir póst­ar sem snúa að per­sónu­leg­um mál­efn­um Jó­hann­es­ar, held­ur ein­göngu þeir sem snúa að starfi hans. Einnig verða birt önn­ur gögn. Þetta hef­ur Frétta­blaðið eft­ir ör­ugg­um heim­ild­um.

Björgólf­ur Jó­hanns­son, for­stjóri Sam­herja, vildi ekki staðfesta við Frétta­blaðið að póst­arn­ir yrðu birt­ir. Hann seg­ir það þó koma til greina að birta alla póst­ana. „Það kann al­veg að vera. Ég hef ekki sjálf­ur litið á þessa tölvu­pósta en mér finnst það hljóta að koma til greina, ef það er eitt­hvað í þeim sem styður þá skoðun okk­ar að starf­sem­in hafi ekki verið eins og lýst hef­ur verið í þess­um þátt­um,“ seg­ir Björgólf­ur.

Útgerðarfyr­ir­tækið Sam­herji seg­ist hafa látið kanna þau gögn sem Wiki­Leaks hef­ur birt um fé­lagið, en þar sé aðallega um að ræða mikið magn pósta úr póst­hólfi Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar upp­ljóstr­ara. Sam­herji seg­ir að Jó­hann­es hafi hand­valið tölvu­pósta og aðeins af­hent um 42% af tölvu­póst­un­um. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina