Leggja til stofnun fiskveiðilögreglu

Nefnd norskra stjórnvalda um framtíðarskipan eftirlits með fiskveiðum leggur til …
Nefnd norskra stjórnvalda um framtíðarskipan eftirlits með fiskveiðum leggur til í skýrslu sinni að stofnuð verði sérstök lögregludeild fyrir brot er tengjast sjávarútvegi eða fiskveiðilögregla. Ljósmynd/Norska lögreglan

Nefnd norskra stjórn­valda um framtíðar­skip­an eft­ir­lits með fisk­veiðum legg­ur til í skýrslu sinni að stofnuð verði sér­stök lög­reglu­deild fyr­ir brot er tengj­ast sjáv­ar­út­vegi eða fisk­veiðilög­regla (n. fisker­ipoliti) í þeim um­dæm­um sem sjáv­ar­út­veg­ur­inn er um­fangs­mik­ill. Er slíkt talið auka skil­virkni er varðar rann­sókn brota á lög­um um stjórn­un fisk­veiða í Nor­egi.

Nefnd­in legg­ur til í skýrslu sinni, sem tel­ur 250 blaðsíður, að all­ar ein­ing­ar sem sinna eft­ir­liti með fisk­veiðum verði færðar úr nú­ver­andi stofn­un­um og sam­einaðar í eina eft­ir­lits­stofn­un. Jafn­framt verði komið á skil­virku sam­starfi eft­ir­litsaðila og land­helg­is­gæsl­unn­ar. Auk þess er lagt til að tvö embætti rík­is­sak­sókn­ara taki að sér öll mál sem tengj­ast fisk­veiðum og að sér­hæft starfs­fólk sinni þeim mál­um.

Jafn­framt er talið nauðsyn­legt að stofnaður verði form­leg­ur sam­ráðsvett­vang­ur und­ir stjórn lög­regl­unn­ar þar sem norska mat­væla­stofn­un­in, fiski­stofa Nor­egs (n. Fisker­idirek­toratet), tolla­yf­ir­völd, vigt­un­ar­stofn­un Nor­egs, skatta­yf­ir­völd og norska land­helg­is­gæsl­an taka þátt.

Efla ra­f­rænt eft­ir­lit

Einnig er það til­laga nefnd­ar­inn­ar að gerð verður hand­bók um rann­sókn mála af þess­um toga og að heim­ild­ir verði veitt­ar með lög­um til þess að eft­ir­lit- og rann­sókn­araðilar geti skipst á upp­lýs­ing­um.

Nefnd­in rek­ur ít­ar­lega hvernig sé hægt að efla eft­ir­lit með ra­f­ræn­um hætti meðal ann­ars við veiðar, vigt­un og skrán­ingu þeirra sem eru um borð á hverj­um tíma.

Óskil­virkt skipu­lag

Í skýrsl­unni er bent á að gild­andi fyr­ir­komu­lag skapi ákveðinn vanda við að tryggja nægi­lega þekk­ingu og mann­skap til þess að sinna lög­brot­um sem tengj­ast sjáv­ar­út­vegi. Þá sé eft­ir­lits­hlut­verk­inu skipt milli margra smærri ein­inga meðal ann­ars fisk­markaða, norsku fiski­stof­unn­ar og land­helg­is­gæsl­unn­ar og er þeim skylt að kæra brot til lög­reglu­yf­ir­valda.

Lög­regl­an á við sama vanda að glíma við þar sem rann­sókn­ar­hlut­verk­inu er dreift á mörg lög­reglu­um­dæmi og bar­ist er um mannauð og fjár­veit­ing­ar auk þess að sér­hæf­ing starfs­manna er af skorn­um skammti hvað fisk­veiðar varða.

Mögulegt skipulag norsku fiskveiðilögreglunnar úr skýrslu nefndarinnar.
Mögu­legt skipu­lag norsku fisk­veiðilög­regl­unn­ar úr skýrslu nefnd­ar­inn­ar. Skjá­skot

Ákæru­hlut­verkið er skipt milli rík­is­sak­sókn­ara­embætt­um í Roga­land ann­ars veg­ar og Trom og Finn­mark hins veg­ar, en hlut­verk þeirra nær aðeins til hluta þeirra mála sem tengj­ast fisk­veiðum. Þá ber efna­hags­brota­deild norsku lög­regl­unn­ar (n. Økokrim) fag­lega ábyrgð á rann­sókn mála er tengj­ast veiðum, en sú deild hef­ur tak­markaða getu og þekk­ingu til þess að sinna mála­flokkn­um að mati nefnd­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina