Risastór tækifæri í sjónmáli

Þór Sigfússon, fstofnandi Íslenska sjávarklasans, mikil tækifæri felast í haftengdri …
Þór Sigfússon, fstofnandi Íslenska sjávarklasans, mikil tækifæri felast í haftengdri starfsemi á komandi árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reikna má með að velta sjáv­ar­út­veg­stengdr­ar starf­semi á Íslandi þre­fald­ist á næstu tveim­ur ára­tug­um. Spil­ar þar inn í að fisk­eldi mun stór­aukast en einnig um­svif tæknifyr­ir­tækja sem og fyr­ir­tækja sem nota líf­tækni til að skapa verðmæt­ar vör­ur úr hliðar­af­urðum sjáv­ar­út­vegs­ins.

Þetta kem­ur fram í Bak við ystu sjón­arrönd, veg­legu nýju riti sem Íslenski sjáv­ar­klas­inn hef­ur gefið út. Þar er þess freistað að skyggn­ast inn í framtíð bláa hag­kerf­is­ins og dreg­in upp mynd af tæki­fær­um og áskor­un­um framund­an með inn­leggj­um 26 inn­lendra og er­lendra álits­gjafa úr ýms­um átt­um.

Þór Sig­fús­son er stofn­andi Íslenska sjáv­ar­klas­ans og einn af höf­und­um rits­ins. Hann seg­ir vöxt í veiðum og vinnslu m.a. skýr­ast af því að vænta má veru­legra hækk­ana á fisk­verði á kom­andi ára­tug­um, í takt við fólks­fjölg­un í heim­in­um og vax­andi kaup­mátt neyt­enda í öll­um heims­hlut­um. Þá megi reikna með að ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki láti að sér kveða er­lend­is og taki t.d. þátt í verk­efn­um af ýms­um toga í Evr­ópu og Banda­ríkj­un­um. Sjáv­ar­klas­inn spá­ir hins veg­ar hlut­falls­lega meiri vexti í fisk­eldi og áætl­ar að þar auk­ist velt­an nærri sautján­falt á næstu tutt­ugu árum:

„Bæði má vænta þess að um­svif sjókvía­eld­is á teg­und­um eins og laxi haldi áfram að aukast og einnig get­um við bú­ist við að fleiri fisk­teg­und­ir verði ræktaðar í eld­is­stöðvum jafnt á landi og í sjó,“ seg­ir Þór.

Ung­ir sprot­ar orðnir verðmæt­ari en út­gerðir

Það kann að koma sum­um les­end­um á óvart að í rit­inu er spáð öllu hæg­ari vexti hjá sjáv­ar­út­veg­stengd­um tæknifyr­ir­tækj­um og í þeim geira sem snýr að full­nýt­ingu afurða og líf­tækni. Þar vænt­ir Sjáv­ar­klas­inn rösk­lega fjór­föld­un­ar í veltu ann­ars veg­ar og rúm­lega þreföld­un­ar hins veg­ar. Þór bend­ir á að hér kunni vel að vera að spá­in vanáætli vöxt­inn enda megi þegar finna dæmi um til­tölu­lega ung líf­tæknifyr­ir­tæki sem vinna með sjáv­ar­afuðrir og eru orðin verðmæt­ari en marg­ar stönd­ug­ar út­gerðir, og eiga samt enn mikið inni.

En þessi mikli vöxt­ur sem spáð er mun ekki ger­ast af sjálfu sér, og rétt eins og sjá má glitta í tæki­fær­in við sjón­deild­ar­hring­inn þá blasa líka ýms­ar áskor­an­ir og hindr­an­ir við. Þór nefn­ir fyrst af öllu að vöxt­ur­inn verði háður því að bláa hag­kerfið búi að þeim mannauði sem þarf.

Hann seg­ir brýnt að gert verði átak í mennta­mál­um og rann­sókn­um til að vekja áhuga ungs og efni­legs fólks á að starfa við bláa hag­kerfið og tryggja að á Íslandi séu stundaðar rann­sókn­ir á heims­mæli­kv­arða: „Er gott að hafa það hug­fast að flest þau ný­sköp­un­ar­verk­efni sem orðið hafa að öfl­ug­um fyr­ir­tækj­um áttu upp­haf sitt í rann­sókn­um á veg­um há­skól­anna eða stofn­ana eins og Matís. Bæði er þátt­ur rann­sókna gríðarlega þýðing­ar­mik­ill fyr­ir vöxt grein­ar­inn­ar og um leið erum við háð há­skól­un­um um að ala upp sjáv­ar­út­vegs­frum­kvöðla framtíðar­inn­ar.“

Þór bæt­ir við að þó aðsókn í sjáv­ar­út­veg­stengt nám hafi farið vax­andi þá þurfi að gera enn bet­ur. „Er vert að skoða að sam­eina skóla sem bjóða upp á kennslu á þessu sviði og sam­hliða því byggja upp alþjóðlegt nám svo að við get­um laðað til starfa í haf­geir­an­um hæfi­leika­fólk frá öll­um heims­horn­um.“

Þurf­um ekki að vera áhorf­end­ur

Þá þykir ljóst að grein­in þurfi að sýna sveigj­an­leika og aðlög­una­hæfni enda vís­bend­ing­ar um að líf­ríkið í haf­inu muni breyt­ast í takt við sveifl­ur í hita­stigi og sýru­stigi. Stærðir fisk­stofna gætu tekið breyt­ing­um, sum­ir stofn­ar yf­ir­gefið ís­lenska lög­sögu og aðrir komið inn í staðinn. Þór seg­ir hluta af því að auka sveigj­an­leika grein­ar­inn­ar að renna sem flest­um stoðum und­ir bláa hag­kerfið, en þá hafi reynsl­an sýnt að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur kann að aðlag­ast hratt og skemmst að minn­ast þess hvernig grein­in nýtti sér komu mak­ríls­ins í ís­lenska lög­sögu.

Koma makrílsins í íslenska lögsögu gaf fyrirtækjunum tækifæri til þess …
Koma mak­ríls­ins í ís­lenska lög­sögu gaf fyr­ir­tækj­un­um tæki­færi til þess að sýna sveigj­an­leika sjáv­ar­út­vegs­ins. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Í riti Sjáv­ar­klas­ans er því spáð að lofts­lags­breyt­ing­ar og plast­meng­un muni þrengja að grein­inni og ljóst að nú þegar er mik­il umræða um plast í sjáv­ar­fangi far­in að lita viðhorf neyt­enda.

Þór seg­ir að þrátt fyr­ir að smæð lands­ins þýði að Ísland geti eitt og sér litlu breytt um áhrif manns­ins á nátt­úr­una þá þurfi Ísland ekki að sætta sig við að vera bara áhorf­andi: „Við get­um áorkað heil­miklu með því t.d. að vera öðrum þjóðum góð fyr­ir­mynd, og erum nú þegar langt kom­in á þeirri veg­ferð, t.d. með fyrstu raf­væddu fisk­veiðiskip­un­um,“ út­skýr­ir Þór. „Þá eru mörg frum­kvöðlafyr­ir­tæki, bæði ung og rót­gró­in, að koma með nýj­ar og um­hverf­i­s­væn­ar lausn­ir á markað, ætlaðar til notk­un­ar í sjáv­ar­út­vegi um all­an heim. Sú tækniþekk­ing sem hef­ur orðið til á Íslandi ætti því að geta breytt heim­in­um og gert sjáv­ar­út­veg annarra þjóða grænni.“

Viðtalið við Þór var fyrst birt í ViðskiptaMogg­an­um miðviku­dag­inn 4. des­em­ber.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: