Björk: Thunberg mun breyta heiminum

Björk segir að það sé ótrúlegt að fylgjast með Gretu …
Björk segir að það sé ótrúlegt að fylgjast með Gretu Thunberg. AFP

Björk Guðmunds­dótt­ir hrós­ar Gretu Thun­berg í há­stert og seg­ir að sænska ung­lings­stúlk­an eigi eft­ir að breyta heim­in­um. Þetta er haft eft­ir Björk á norska frétta­vefn­um Re­sett í dag.

Björk var með tón­leika í Ósló á dög­un­um eins og mbl.is fjallaði um. Þar tók Thun­berg þátt, eins og hún hef­ur gert á yf­ir­stand­andi tón­leika­ferðalagi Bjark­ar, og ávarpaði tón­leika­gesti með mynd­bands­upp­töku.

Björk seg­ist hafa spurt Gretu hvort hún vildi lesa yf­ir­lýs­ingu sem Björk hefði sjálf samið, en Greta hafi frek­ar viljað semja sinn eig­in texta.

Thun­berg kom til Madríd­ar í gær þar sem hún tek­ur þátt í lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, en sænska stúlk­an hef­ur ný­lokið við að sigla til baka yfir Atlants­hafið, eft­ir ferð sína til Am­er­íku.

Björk seg­ir að það sé „ótrú­legt að fylgj­ast með henni“, Greta sé ein­stök og hafi náð að virkja alþjóðlega hreyf­ingu. „Hún kem­ur til með að breyta heim­in­um,“ seg­ir Björk.

mbl.is