Verðmæti aflans stöðugt meira

Útflutningstekjur af sjávarútvegi hafa vaxið mun meira en útflutt magn …
Útflutningstekjur af sjávarútvegi hafa vaxið mun meira en útflutt magn á síðustu tveimur áratugum. Skýrist það meðal annars af auknum gæðum afurðanna. Ljósmynd/Brynjar Gauti

Á síðastliðnum tutt­ugu árum hef­ur orðið gíf­ur­leg aukn­ing í út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða án geng­is-áhrifa á sama tíma og út­flutt magn sjáv­ar­af­urða hef­ur tekið litl­um breyt­ing­um. Hef­ur þróun í þessa átt auk­ist sér­stak­lega á síðustu árum.

Á fyrstu tíu mánuðum þessa árs juk­ust verðmæti vöru­út­flutn­ings um 51 millj­arð króna og voru sjáv­ar­af­urðir 40,9% alls vöru­út­flutn­ings á tíma­bil­inu, að því er fram kem­ur á vef Hag­stof­unn­ar. Þar seg­ir jafn­framt að vöru­út­flutn­ing­ur hafi auk­ist um 12,8% milli ára og að mesta aukn­ing­in hafi verið sjáv­ar­af­urðir, aðallega fersk­ur fisk­ur og fryst flök.

Hærra verð með auk­inni ný­sköp­un og há­tækni

Ásta Björk Sig­urðardótt­ir, hag­fræðing­ur hjá Sam­tök­um fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, seg­ir það ekki ein­ung­is fram­boð og eft­ir­spurn á mörkuðum sem ýti und­ir hærra verð fyr­ir afurðirn­ar held­ur geti verð einnig hækkað vegna auk­inna gæða. Þessi auknu gæði má meðal ann­ars rekja til fjár­fest­inga í há­tækni­lausn­um sem gera það að verk­um að meira fæst fyr­ir þann fisk sem veidd­ur er.

„Þrátt fyr­ir að út­flutn­ing­ur sjáv­ar­af­urða sé að drag­ast sam­an að magni til, sem má einna helst rekja til loðnu­brests, er lít­ils­hátt­ar aukn­ing í út­flutn­ings­verðmæt­um sjáv­ar­af­urða á föstu gengi á fyrstu 10 mánuðum árs­ins. Kem­ur það til af hag­stæðri verðþróun sjáv­ar­af­urða und­an­far­in miss­eri. Sem endra­nær er ekk­ert gefið í þess­um efn­um, en þar gegn­ir fjár­fest­ing í ný­sköp­un og tækni lyk­il­hlut­verki sem og markaðssetn­ing afurðanna er­lend­is þar sem hörð sam­keppni rík­ir,“ út­skýr­ir Ásta Björk.

Ásta Björk sigurðardóttir, hagfræðingur Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Ásta Björk sig­urðardótt­ir, hag­fræðing­ur Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Ljós­mynd/​Aðsend

Hag­fræðing­ur­inn bend­ir hins veg­ar á að erfitt sé að festa fing­ur á hversu miklu slík vinna skil­ar á heild­ina litið, enda er hún fal­in í verði út­fluttra sjáv­ar­af­urða þar sem fram­boð og eft­ir­spurn á mörkuðum er­lend­is leika jafn­framt stórt hlut­verk. En Ásta Björk seg­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg „stöðugt á vakt­inni við að auka verðmæta­sköp­un með ýmsu móti og í þrot­lausri vinnu við að bæta virðiskeðjuna, allt frá skipu­lagi veiðanna til loka­sölu afurðanna, og leita hæsta verðs fyr­ir afurðir sín­ar.“

Einnig vöxt­ur í af­leidd­um grein­um

Seg­ir hún það „afar já­kvætt að sjá vöxt í öðrum grein­um en stóru út­flutn­ings­grein­un­um þrem­ur, það er að segja sjáv­ar­út­vegi, stóriðju og ferðaþjón­ustu. Má þar einkum nefna veru­lega aukn­ingu út­flutn­ings á fisk­eldisaf­urðum og á há­tækni­búnaði fyr­ir sjáv­ar­út­veg og mat­væla­fram­leiðslu. Sú þróun er afar já­kvæð, enda skýt­ur auk­inn fjöl­breyti­leiki út­flutn­ings­greina sterk­ari stoðum und­ir gjald­eyrisöfl­un þjóðarbús­ins. Ein­hæfni í þeim efn­um er ekki af hinu góða.“

Vís­ar Ásta Björk meðal ann­ars til þess að út­flutn­ing­ur sem fell­ur und­ir „aðrar iðnaðar­vör­ur“ í töl­um Hag­stofu Íslands hef­ur auk­ist úr 9,8 millj­örðum ís­lenskra króna tíma­bilið janú­ar til októ­ber 2018 í 19,3 millj­arða króna á sama tíma­bili á þessu ári. Þess­ar vör­ur eru meðal ann­ars byggðar á lausn­um sem unn­ar hafa verið fyr­ir ís­lensk­an sjáv­ar­út­veg en eru nú orðnar sjálf­stæðar út­flutn­ings­grein­ar.

Þá hef­ur út­flutn­ing­ur eldisaf­urða auk­ist til muna á ár­inu, en á fyrstu tíu mánuðum árs­ins nam hann um 20 millj­örðum króna á móti 11 millj­örðum á sama tíma­bili í fyrra. Er aukn­ing­in 90% í krón­um talið og 70% án geng­isáhrifa.

Fisk­eld­is­vör­ur falla þó ekki und­ir sjáv­ar­af­urðir í töl­um hag­stof­unn­ar held­ur und­ir land­búnaðar­vör­ur.

Grein­in var fyrst birt í ViðskiptaMogg­an­um miðviku­dag 4. des­em­ber.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: