Vilja að namibíska þjóðin fái endurgreitt

Hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra Íslands í …
Hópur Namibíumanna í Bandaríkjunum afhenti Bergdísi Ellertsdóttur sendiherra Íslands í Washington áskorunina í gær. Ljósmynd/Af Facebook-síðu Namibian Community USA

„Rík­is­stjórn ykk­ar verður að neyða ís­lenska fyr­ir­tækið, Sam­herja, til þess að skila pen­ing­un­um til namib­ísku þjóðar­inn­ar.“ Svo seg­ir í áskor­un, sem hóp­ur Namib­íu­manna í Banda­ríkj­un­um af­henti Berg­dísi Ell­erts­dótt­ur sendi­herra Íslands í Washingt­on í gær.

Sam­fé­lag Namib­íu­manna í Banda­ríkj­un­um birt­ir áskor­un­ina á Face­book-síðu sinni. Þar seg­ir að þeir sem að áskor­un­inni standi viti að marg­ir, sér­stak­lega Vest­ur-Evr­ópu­búa, haldi að spill­ing sé venju­legt afr­ískt vanda­mál.

„Þeir halda að spill­ing í Afr­íku – í Afr­íku­bú­um – sé normið, samofið menn­ingu okk­ar og jafn­vel einnig erfðaefni okk­ar,“ seg­ir í áskor­un­inni og síðan er vitnað til orða Bjarna Bene­dikts­son­ar fjár­mála- og efna­hags­ráðhera, sem féllu fyrst í kvöld­frétt­um Stöðvar 2 og birt­ust svo í Guar­di­an og fleiri er­lend­um miðlum, um að mögu­lega væri rót vand­ans í þessu til­tekna máli spillt rík­is­stjórn Namib­íu.

„Við erum ekki sam­mála þessu og við kom­um hingað til að segja þér að þannig er ekki í pott­inn búið,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem er þrjár blaðsíður og und­ir­rituð af Jephta U Ngu­herimo, sem staðið hef­ur fyr­ir und­ir­skrifta­söfn­un á net­inu þess efn­is að ís­lenska rík­is­stjórn­in eigi að taka ábyrgð í Sam­herja­mál­inu.

Áskor­un­ina í heild má sjá hér að neðan:



mbl.is

Bloggað um frétt­ina