Vilja kanna viðhorf útlendinga til hvalveiða Íslendinga

Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar óttast að hvalveiðar Íslendinga hafi slæm áhrif á …
Flutningsmenn þingsályktunartillögunnar óttast að hvalveiðar Íslendinga hafi slæm áhrif á viðhorf til landsins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Átta þing­menn vilja láta kanna viðhorf út­lend­inga til áfram­hald­andi hval­veiða Íslend­inga og áhrif hval­veiðanna á sölu á ís­lenskri vöru er­lend­is, áhuga þeirra á að ferðast til Íslands og áhrif á vörumerkið Ísland. Hafa þeir lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu þess efn­is á Alþingi.

Flutn­ings­menn þings­álykt­un­ar­til­lög­unn­ar eru Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, Hanna Katrín Friðriks­son, Jón Stein­dór Valdi­mars­son og Þor­steinn Víg­lunds­son úr Viðreisn, Helga Vala Helga­dótt­ir og Logi Ein­ars­son úr Sam­fylk­ing­unni, Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir úr Pír­öt­um og Andrés Ingi Jóns­son, óháður þingmaður.

Þau beina sjón­um sín­um sér­stak­lega að viðhorfi al­menn­ings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kan­ada og Banda­ríkj­un­um. Til­lag­an er orðuð þannig:

„Alþingi álykt­ar að fela ut­an­rík­is­ráðherra að láta kanna viðhorf al­menn­ings í Þýskalandi, Frakklandi, Bretlandi, Kan­ada og Banda­ríkj­un­um til áfram­hald­andi hval­veiða Íslands og hvaða áhrif áfram­hald­andi veiðar geti mögu­lega haft á:
a.      sölu á ís­lensk­um vör­um á mörkuðum í þess­um lönd­um,
b.      ferðamenn sem koma til Íslands eða hafa hug á því,
c.      vörumerkið Ísland.
Ráðherra kynni Alþingi niður­stöður könn­un­ar­inn­ar þegar þær liggja fyr­ir, þó eigi síðar en 1. maí 2020.“

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að reglu­gerð sem sjáv­ar­út­vegs­ráðherra und­ir­ritaði og heim­il­ar áfram­hald­andi veiðar á langreyði og hrefnu í land­helgi Íslands til næstu fimm ára sé að mati þing­mann­anna „meiri hátt­ar ákvörðun“ sem þurfi að skoða bet­ur áður en veiðar hefj­ist.

mbl.is