8 Heitustu ilmvötnin fyrir jólin

Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er andlit Good Girl frá Carolina Herrera.
Ofurfyrirsætan Karlie Kloss er andlit Good Girl frá Carolina Herrera.

Fátt vek­ur jafn sterk­ar minn­ing­ar og til­finn­ing­ar eins og ilm­ur. Hvort sem það er ilm­ur af mat eða ilm­ur af mann­eskju eru slík­ar minn­ing­ar gjarn­an tengd­ar hátíðleg­um til­efn­um. Það er því alltaf gam­an að eiga sér­stakt og vandað ilm­vatn sem vek­ur skyn­fær­in, kem­ur manni í hátíðlegt skap og er hluti af minn­ing­um góðra stunda.

Good Girl Glori­ous Gold frá Carol­ina Her­rera

Kremaðar möndl­ur og kaffi bland­ast tonka­baun­um, kakói og sandal­viði og vanillu í þessu ómót­stæðilega ilm­vatni. Hér er upp­runa­lega ilm­vatnið í sér­stak­lega hannaðri flösku sem kem­ur í tak­mörkuðu upp­lagi en gull­litaður og glitrandi hæla­skór­inn minn­ir að sjálf­sögðu á hátíðirn­ar fram und­an. 

Carolina Herrera Good Girl Glorious Gold, 18.999 kr. (80 ml.)
Carol­ina Her­rera Good Girl Glori­ous Gold, 18.999 kr. (80 ml.)

Noma­de Ab­solu de Par­f­um frá Chloé

Kven­leiki og fág­un ein­kenn­ir franska tísku­húsið Chloé en ilm­vötn þess eru löngu orðin klass­ísk. Noma­de kom á markað í fyrra og er það hugsað fyr­ir hina djörfu og æv­in­týra­gjörnu Chloé-konu. Noma­de Ab­solu de Par­f­um er dýpri út­gáfa af hinu upp­runa­lega ilm­vatni þar sem and­stæður á borð við plóm­ur og mosa mæt­ast. Ilm­ur­inn er hannaður fyr­ir hina ver­ald­ar­vönu og sjálfs­ör­uggu konu sem sæk­ir inn­blást­ur í lífs­reynslu sína. 

Chloé Nomade Absolu de Parfum, 9.999 kr. (30 ml.)
Chloé Noma­de Ab­solu de Par­f­um, 9.999 kr. (30 ml.)

Li­bre frá Yves Saint Laurent

Nýj­asta ilm­vatnið frá Yves Saint Laurent er aróma­tískt en þó ferskt þar sem hvít blóm og sítrus ávext­ir koma við sögu. Ilm­vatns­glasið hef­ur heillað snyrtip­inna hér á landi en gyllt YSL-merkið um­vef­ur það. 

Yves Saint Laurent Libre Eau de Parfum, 9.999 kr. (30 …
Yves Saint Laurent Li­bre Eau de Par­f­um, 9.999 kr. (30 ml.)

Boss The Scent For Her Ab­solu­te frá Hugo Boss

The Scent For Her hef­ur notið gíf­ur­legra vin­sælda á Íslandi og um heim all­an, enda er um að ræða flau­els­mjúk­an og góm­sæt­an ilm. Nú er kom­in ákafari út­gáfa af ilm­in­um á markað sem nefn­ist The Scent For Her Ab­solu­te. Þessi ilm­ur fær­ir okk­ur enn meira að munúðarfulla kynþokk­an­um sem ein­kenn­ir upp­runa­lega ilm­vatnið. Vanilla, kaffi og hlý krydd í bland við hun­angslegn­ar fer­skj­ur er skot­held­ur ilm­ur. 

Boss The Scent For Her Absolute, 10.899 kr. (30 ml.)
Boss The Scent For Her Ab­solu­te, 10.899 kr. (30 ml.)

Scan­dal by Nig­ht frá Jean Paul Gaultier

Góm­sæt­ur ilm­ur sem fær­ir okk­ur hun­ang og sítrus-ávexti í byrj­un en við tek­ur pat­sjúlí, tonka­baun­ir og sandal­viður. Ilm­vatns­glasið er mjög skemmti­legt og fal­legt á snyrti­borðið. 

Jean Paul Gaultier Scandal By Night, 12.799 kr. (50 ml.)
Jean Paul Gaultier Scan­dal By Nig­ht, 12.799 kr. (50 ml.)

Mon Gu­erlain In­ten­se frá Gu­erlain

Með lofn­ar­blóm í aðal­hlut­verki ásamt vanillu frá Tahítí og sandal­viði fær­ir þessi ilm­ur okk­ur hlýju en í senn ávana­bind­andi fersk­leika. Í þess­ari áköfu út­gáfu af hinum upp­runa­lega Mon Gu­erlain-ilmi má finna áhuga­vert inni­halds­efni á borð við lakk­rís í botnnót­um ilm­vatns­ins. Það geta fáir staðist þenn­an ein­staka ilm.

Guerlain Mon Guerlain Eau de Parfum Intense, 13.990 kr. (50 …
Gu­erlain Mon Gu­erlain Eau de Par­f­um In­ten­se, 13.990 kr. (50 ml.)

Wom­an In­ten­se frá Ralph Lauren

Styrk­ur og kven­leiki hvítra blóma koma við sam­an í þess­um ilmi ásamt svartri vanillu og sandal­viði. Þessi aust­ræni blómailm­ur er hannaður fyr­ir kon­ur sem lifa og leiða með ákefð. Kost­ar 11.999 kr. 50 ml.

Ralph Lauren Woman Intense, 11.999 kr. (50 ml.)
Ralph Lauren Wom­an In­ten­se, 11.999 kr. (50 ml.)

Bloom Am­brosia di Fiori frá Gucci

Gucci býður þér að upp­götva forna ver­öld þar sem drykk­ur með am­brosia var drukk­inn af grísku guðunum til að öðlast ei­lífð. Þetta ilm­vatn er ólíkt öllu öðru sem þú hef­ur fundið, þetta er blómasprengja um­vaf­in hlýju. Þú munt ekki geta hætt að hugsa um ilm­inn. 

Gucci Bloom Ambrosia di Fiori, 15.599 kr. (50 ml.)
Gucci Bloom Am­brosia di Fiori, 15.599 kr. (50 ml.)
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: