Árið 1987 færði henni bestu jólin

Myndlistarkonan Margrét Rut ásamt dóttur sinni Emmu.
Myndlistarkonan Margrét Rut ásamt dóttur sinni Emmu.

Mynd­list­ar­kon­unni Mar­gréti Rut finnst mik­il­vægt að ræða all­ar til­finn­ing­ar sem koma upp um jól­in. Bæði gleðina, en ekki síður sorg­ina, áföll­in og tóm­leik­ann. Sjálf fer hún í gegn­um til­vist­ar­kreppu hver ein­ustu jól þótt hún upp­lifi gleði með börn­un­um yfir hátíðina. 

Mar­grét Rut ólst upp í Banda­ríkj­un­um fyrstu ár ævi sinn­ar, en flutti svo til Íslands átta ára að aldri. Hún er bú­sett í San Francisco í Kali­forn­íu ásamt fjöl­skyldu sinni.

Hvernig er dæmi­gerður dag­ur í þínu lífi?

„Við ferðumst mikið. Það ættu að vera til lög sem skylda svona fólk eins og okk­ur til að planta visst mörg­um trjám til að draga úr vist­spori okk­ar. Ég er ekki frá því að maður­inn minn sé að kanna slíka mögu­leika, þ.e.a.s. að planta trjám. Þegar við erum ekki á flandri er ég mjög ein­beitt í mynd­list­inni. Ef dag­ur­inn byrj­ar vel byrja ég á því að vekja börn­in, sem fara iðulega of seint að sofa. Þau eru ein­stak­lega geðgóð þrátt fyr­ir lak­ar svefn­venj­ur. Þá reyni ég eins fljótt og ég get að út­búa morg­un­mat sem er ekki bara loft og syk­ur. Stund­um end­ar morg­un­mat­ur­inn á að vera loft og syk­ur og við gleðjumst yfir því.

Ég útbý nesti fyr­ir börn­in og segi Emmu, sjö ára dótt­ur minni, að klæða sig, sirka átta sinn­um ró­lega og fjór­um sinn­um eins og heim­ur­inn sé á hraðri leið inn í tvö­falt svart­hol. Svo vek ég mann­inn minn, sem er þó yf­ir­leitt vaknaður í hama­gang­in­um, og aðstoða hann fram úr. Hann er með sjald­gæf­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm og í hjóla­stól. Halli pump­ar okk­ur svo í gang með því að setja smá Lizzo á fón­inn, Truth Hurts, og við í sam­ein­ingu feik­um hress­leik­ann þar til við meik­um hann. Fyr­ir mér er þetta mjög mik­il­væg­ur hluti af deg­in­um. Við döns­um okk­ur sam­an áður en við tvístr­umst hvert í sína átt­ina. Halli fer í vinn­una og ég og Miro, tveggja ára son­ur okk­ar, keyr­um Emmu í skól­ann. Morgn­arn­ir eru full­ir af ástar­játn­ing­um á milli okk­ar allra, sama hversu þreytt eða pirruð við erum. Við Miro kom­um svo aft­ur heim rétt fyr­ir níu og náum þá aðeins að láta Trans­for­mers og Pikachu fífl­ast sam­an þar til barn­fóstr­an kem­ur klukk­an níu.“

Þegar barn­fóstr­an tek­ur við nær Mar­grét Rut að sinna öllu því sem þarf að sinna á stóru heim­ili þar til hún og Miro fara út klukk­an ell­efu. Þá byrj­ar ballið hjá henni í mynd­list­inni.

Sinn­ir mynd­list­inni af alúð

Mar­grét Rut sinn­ir mynd­list­inni af alúð þar til hún sæk­ir Emmu í eft­ir­miðdag­inn í skól­ann.

„Emmu hef­ur þótt það mik­il áskor­un að eign­ast lít­inn bróður og hún nýt­ur þess mjög að eiga tíma ein með mér. Ég reyni að halda hátíðleg­an mömmu og Emmu-dag á fimmtu­dög­um þegar hún er búin snemma í skól­an­um. Þá ger­um við eitt­hvað nota­legt sam­an.“

Ertu mik­il jóla­kona?

„Ég er alls eng­in jóla­kona, því er ég sér­lega glöð að eiga sess í blaði um jól­in! Frá því ég var 14 ára hef­ur vaxið í mér löng­un til að draga mig frá hátíðinni, þ.e.a.s. þeirri glans­mynd sem gef­in er af henni í gegn­um fjöl­miðla. Þessi glans­mynd og neyslu­hyggj­an sem um­kring­ir hana ger­ir það að verk­um að mörg­um líður enn verr. Ég fer sjálf í gegn­um eins kon­ar til­vist­ar­kreppu hver ein­ustu jól. Í gegn­um árin fékk ég sam­visku­bit ef mér fannst ég gefa of lítið – eða of mikið. Hvort tveggja var jafn slæmt og mér hef­ur aldrei liðið eins og það sem ég var að gera í öllu þessu stússi væri heiðarlegt. Mér fannst sem ég væri að taka þátt í leik­riti og það sem var að ger­ast í kring­um mig passaði ekki við hvernig mér leið. Ég vil að fólkið sem upp­lif­ir erfiðleika um jól­in finni fyr­ir hugg­un og tengsl­um við aðra. Það er það eina sem skipt­ir máli. Ekk­ert annað skipt­ir máli.“

Fjölskyldan er samrýmd og falleg. Hér eru þau Emma, Halli, …
Fjöl­skyld­an er sam­rýmd og fal­leg. Hér eru þau Emma, Halli, Miro og Mar­grét Rut öll sam­an á ljós­mynd.

Alls kon­ar til­finn­ing­ar koma upp um jól­in

Mar­grét Rut seg­ir að þeir sem eru að vinna sig í gegn­um áföll yfir jól­in eða eiga í erfiðum sam­skipt­um við fjöl­skyldu sína þurfi að fá at­hygli og um­hyggju.

„Ég vil að þeir sem eru að fást við áföll yfir jól­in eða eiga í rosa­lega erfiðum sam­skipt­um við fjöl­skyldu sína og neyðast samt til að um­gang­ast hana yfir hátíðarn­ar, þeir sem eru að tak­ast á við þung­lyndi og kvíða eða skuldug­ir upp fyr­ir haus ofan á allt annað eða þeir sem eru í sjálfs­vígs­hættu; ég vil að þið vitið að við sjá­um ykk­ur og það er allt í lagi að finna til og finn­ast jól­in erfið. Þið þurfið ekki að fylla upp í þessa glæstu og nán­ast ósnert­an­legu ímynd sem fylg­ir jól­un­um, þó að hluti af mér reyni senni­lega í hvert ein­asta skipti að gera það. Þrátt fyr­ir allt þetta til­finn­ingarót er barn í mér sem reyn­ir að teygja sig alla leið aft­ur í tím­ann þar til árið er 1987 hver ein­ustu jól.“

Það sem eng­inn tal­ar um að ger­ist á jól­un­um

Hverja tel­urðu ástæðu þess að jól­in hafa svona mik­il áhrif á til­finn­inga­líf okk­ar?

„Ég held að jól­in tákni mjög mis­mun­andi hluti fyr­ir fólk. Ég er ekki trúuð en fyr­ir mörg­um er þetta ennþá trú­ar­hátíð. Ég held að það sé mjög ein­falt að sjá hvernig jól­in hafa áhrif á okk­ur út frá streitu­völd­un­um, trú­arþátt­um, barna­trúnni og síðast en ekki síst skamm­deg­inu. Þetta er myrk­asti tími vetr­ar­ins sem hef­ur mik­il áhrif á geðslagið og á sama tíma ótrú­lega mik­ill streitu­vald­ur viðvíkj­andi út­gjöld­um, vænt­ing­um og, ef þú ert ég, ör­vænt­ingu og svo eru nem­end­ur í próf­um og annað slíkt. Þetta er fín­asti kokkteill fyr­ir smá spennu­tryll­ing í lok árs. Það er satt best að segja ótrú­legt krafta­verk að sjá hversu huggu­legt og ró­legt er hjá flest­um yfir jól­in. Eða svo virðist vera. Mér finnst stund­um eins og flest­ir, þrátt fyr­ir all­an hama­gang­inn, fari svo­lítið inn á við um jól­in. Fólk dreg­ur sig sam­an og á ög­ur­stundu á aðfanga­dags­kvöld, klukk­an sex hjá þeim sem eru með allt á hreinu, fell­ur allt í kyrrð. Meira að segja hjá fólki sem ekki er trúað. Það kem­ur þessi til­finn­ing eins og þegar snjór er ný­fall­inn og ein­angr­ar allt.“

Mar­grét Rut seg­ir að fólkið í fjöl­skyld­unni með alla sam­skipta­brest­ina, sem hún ger­ir ráð fyr­ir að sé hjá ann­arri hverri fjöl­skyldu, reyni að halda friðinn til að minnsta kosti níu um kvöldið. „Þá kem­ur kannski ým­is­legt í ljós. Lífið mæt­ir í öllu sínu veldi.“

Hver er besta minn­ing þín frá jól­un­um?

„Besta minn­ing mín er frá því ég var lít­il, ef­laust árið 1987. Þang­ar fer hug­ur­inn hver jól. Við bjugg­um í Chicago í Ill­in­o­is og for­eldr­ar mín­ir sendu okk­ur syst­urn­ar út í beisk­an vet­ur­inn þar að leika á meðan þau kláruðu síðustu metr­ana af jó­laund­ir­bún­ingn­um. Með öðrum orðum voru þau að klára að pakka gjöf­um og færa þær und­ir stærsta jóla­tré sem ég hef aug­um litið. Ég fékk nefni­lega að velja tréð og það var mér mik­ill heiður og hita­mál hvers lags tré var valið. Það bognaði und­an loft­inu, það var svo stórt. Við bjugg­um í lít­illi nem­enda­í­búð svo sjón var sögu rík­ari. Ég er æv­in­lega þakk­lát for­eldr­um mín­um og eldri syst­ur fyr­ir að hafa látið eft­ir vit­leys­unni í mér í gegn­um tíðina. Það er besta jóla­gjöf allra tíma. Takk fyr­ir mig kær­lega!

En það að koma aft­ur inn eft­ir að hafa verið úti í kuld­an­um er til­finn­ing­in sem loðir hvað mest við. Á þess­ari stundu voru jól­in allt. Það var hlýtt og við vor­um öll sam­an. Mamma og pabbi stússuðu í eld­hús­inu á meðan við syst­ir mín klædd­um okk­ur í sparigall­ana á milli þess að gjóa aug­um á alla pakk­ana sem fékk mig til að trúa á jóla­sveina enn frek­ar af því að ekki voru for­eldr­ar mín­ir, náms­menn­irn­ir, vel stæðir á þess­um tíma. Síður en svo. Við átt­um lítið en á sama tíma átt­um við allt. Við átt­um hvert annað.

Ég hef aldrei fyrr leitt hug­ann að því en mögu­lega eru þessi jól mér hvað minn­is­stæðust út af þess­um ein­fald­leika. Ári síðar dó amma mín í föður­legg og 1989 flutt­um við aft­ur til Íslands svo það má segja að til­finn­ing­arn­ar og minn­ing­arn­ar hafi kom­ist á skrið eft­ir þessi jól og orðið flókn­ari.“

Hvað ger­ir þú alltaf um jól­in?

„Fyr­ir utan það að tapa mér ekki í hring­stiga til­vist­ar­kreppu minn­ar gleðst ég mikið með krökk­un­um yfir því að velja jóla­tré. Nú sér dótt­ir mín um það að velja og ég passa að forðast staði með of­vax­in tré. Þegar heim er komið með tréð hlust­um við á jóla­tónlist og skreyt­um tréð. Ég er aðstoðarmann­eskja í þessu sam­hengi og tréð er yf­ir­leitt mjög vel skreytt á ann­arri hliðinni og ör­lítið skakkt. Sem sagt: Full­komið. Al­veg frá upp­hafi hef ég sagt börn­un­um satt frá með jóla­sveina og aðrar dul­ver­ur en svo skýt ég alltaf öðru hvoru inn í kímnitali um jóla­sveina sem er nóg til að fá blessuð börn­in til að ef­ast um sann­leiks­gildi þeirra eða mitt, sem er nú kannski öllu verra! Þrátt fyr­ir þetta elska þau allt í kring­um jóla­sveina og jól­in og lyfta and­an­um á heim­il­inu upp í sjö­unda veldi. Þau setja skóna spennt út í glugga þrett­án dög­um fyr­ir jól og allt í einu verður skamm­degið bæri­legt og morgn­arn­ir æsispenn­andi.“

Emma lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því …
Emma læt­ur ekki sitt eft­ir liggja þegar kem­ur að því að skreyta.

En aldrei?

„Ég fer aldrei í kirkju­g­arða til að heim­sækja þá sem eru farn­ir, það fólk er með mér alla tíð og ekki bundið við staði, en ég get skilið hvernig það fær­ir fólki frið að heim­sækja garðana. Ég sendi held­ur aldrei jóla­kort. Ár eft­ir ár skrifaði ég póst­kort en sendi þau aldrei. Það hljóm­ar kannski und­ar­lega en það var orðið hefð hjá mér að skrifa þessi kort og henda þeim svo að inn­an við ári liðnu úr ein­hverri skúff­unni. Af hverju mér þótti þetta svona erfitt veit ég ekki en mikið er ég feg­in að ég get núna notað sam­skiptamiðla til að koma kveðjum áleiðis. En bara svo það sé á hreinu, þá finnst mér mjög gam­an að fá jóla­kort og ég fæ ekk­ert sam­visku­bit leng­ur þegar ég fæ kort án þess að hafa sent eitt sjálf. Ég þakka alltaf bara kær­lega fyr­ir mig.“

Jól­in skemmti­legri með börn­un­um

Hvernig breytt­ust jól­in eft­ir að börn­in fædd­ust?

„Í fáum orðum sagt urðu jól­in mun bæri­legri og jafn­vel leyfi ég mér að segja skemmti­leg. Allt með börn­un­um er skemmti­legra. Þau sjá heim­inn á allt ann­an hátt en við þau full­orðnu. Þau flækja hlut­ina ekki fyr­ir sér og lifa fyr­ir núið. Það eina sem þau þurfa er það sama og við hin; ást og um­hyggja. Um leið og ég sleppi þess­um orðum krossa ég putta um að allt rifr­ildi um gjaf­irn­ar verði í al­gjöru lág­marki á milli barn­anna. Ann­ars er Grýlu að mæta. Það trúa all­ir á Grýlu ekki satt?“

Hvað hef­ur þig langað að prófa um jól­in?

„Ég hef ekki prófað þetta en ég held að það gæti verið áhuga­vert að ferðast til landa þar sem ekki eru hald­in jól. Það væri í mín­um huga áhuga­verð til­raun. Mögu­lega myndi ég sakna ein­hvers en kannski væri það ólík­legt ef menn­ing­armun­ur­inn væri nógu mik­ill. Ég er samt ekki viss um að börn­un­um þætti þetta áhuga­verð til­raun.“

Þessa dag­ana er hún að und­ir­búa mynd­list­ar­sýn­ing­ar sem verða eft­ir ára­mót­in.

„Mér til mik­ill­ar gleði verð ég líka með nokk­ur verk á jóla­opn­un Galle­rís Fold­ar hinn 7. des­em­ber næst­kom­andi.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: