Hildur og Heba tilnefndar til Critics' Choice

Hildur Guðnadóttir tónlistarkona.
Hildur Guðnadóttir tónlistarkona.

Tónlistarkonan Hildur Guðnadóttir og förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir fengu báðar tilnefningu til Critics' Choice-verðlaunanna. Tilnefningarnar voru kynntar í gærkvöldi og gefa góða vísbendingu um hvaða listamenn verða í baráttunni um tilnefningu til Óskarsverðlaunanna.

Hildur Guðnadóttir hefur sópað að sér viðurkenningum að undanförnu. Hún er tilnefnd fyrir tónlistina í Jókernum. 

Myndin Once Upon a Time in Hollywood er meðal annars tilnefnd fyrir bestu hárgreiðslu og förðun. Heba Þórisdóttir var yfirförðunarfræðingur í þessari mynd Quentins Tarantinos en stórmyndin hlaut næstflestar tilnefningar. 

The Irishman eftir Martin Scorsese fékk flestar tilnefningar eða 14 alls. Once Upon a Time in Hollywood eftir Quentin Tarantino fékk 12 tilnefningar. Þar á eftir komu Little Women með níu og 1917 og Marriage Story með átta og Jojo Rabbit, Joker og Parasite fengu sjö. 

Hægt er að skoða allar tilnefningar á vef Hollywood Reporter. 

mbl.is