„Í besta falli villandi framsetning“

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Framkvæmdastjóri SFS, segir veiðigjöld ársins 2020 nema …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, Framkvæmdastjóri SFS, segir veiðigjöld ársins 2020 nema rétt rúmlega helming af hreinum hagnaði. mbl.is/Eggert

„Veiðigjald árs­ins 2020 bygg­ist á af­komu fisk­veiða árs­ins 2018 og nem­ur að minnsta kosti rétt rúm­lega helm­ingi af hrein­um hagnaði,“ sagði Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS), í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu um helg­ina. Þá seg­ir hún jafn­framt vill­andi að tala um að veiðigjöld hafi verið lækkuð.

Grein­in eft­ir fram­kvæmda­stjóra SFS sem birt var í Morg­un­blaðinu laug­ar­dag 7. des­em­ber:

Sam­an­tek­inn hag­ur veiða og vinnslu 2018 var á dög­un­um birt­ur á heimasíðu Hag­stofu Íslands. Þar er tekið sam­an yf­ir­lit um rekst­ur helstu greina í sjáv­ar­út­vegi á rekstr­ar­ár­inu 2018.

Þegar rætt er um rekstr­araf­komu sjáv­ar­út­vegs berst talið oft­ar en ekki að veiðigjald­inu. Þannig var sagt frá því í Kjarn­an­um 3. des­em­ber síðastliðinn að hagnaður í sjáv­ar­út­vegi hefði verið 27 millj­arðar króna árið 2018. Í sömu grein var sagt frá veiðigjaldi, að það hefði hækkað úr 6,8 millj­örðum króna í 11,3 millj­arða króna á milli ár­anna 2017 og 2018, en aft­ur á móti lækkað árið 2019. Veiðigjald 2019 væri þannig áætlað 7 millj­arðar króna sam­kvæmt upp­haf­legu fjár­laga­frum­varpi en myndi lækka frek­ar og verða um 5 millj­arðar króna árið 2020. Á þess­um grund­velli var ályktað í nefndri um­fjöll­un Kjarn­ans að veiðigjaldið yrði 19% af af­komu. Rétt er að hafa í huga að end­an­leg fjár­hæð gjalds­ins fyr­ir næsta ár ligg­ur ekki enn fyr­ir og því er um áætl­un gjalds­ins að ræða. Það er hins veg­ar ekki úr vegi að skoða þetta nán­ar.

Var veiðigjaldið lækkað?

Stutta svarið er nei. Veiðigjald hef­ur verið 33% skatt­ur á af­komu fisk­veiða og er það enn. Ef tekju­skatts­greiðslur lands­manna lækka eða hækka á milli ára, eru all­ar lík­ur á því að það stafi af hækk­un eða lækk­un á skatt­stofni, en ekki breyt­ingu á skatt­pró­sent­unni. Það er í besta falli hægt að kalla það vill­andi fram­setn­ingu að halda öðru fram, því skatt­pró­sentu veiðigjalds hef­ur ekki verið breytt.

Ný lög um veiðigjald voru sett í lok árs 2018. Skatt­pró­sent­an hélst óbreytt frá fyrri lög­um, eins og áður seg­ir, en skatt­stofn­inn var stækkaður. Auðvelt er að sýna fram á það, þar sem sam­an­lagt veiðigjald fisk­veiðiár­anna 2019-2020 og 2020-2021 hefði orðið um 5,5 millj­arðar króna sam­kvæmt eldri lög­um. Það er áþekk fjár­hæð og ýms­ir hafa slegið fram að verði fjár­hæð veiðigjalds árið 2020. Því má segja að veiðigjald næsta árs jafn­gildi veiðigjaldi tveggja ára, hefðu gömlu lög­in gilt. Á manna­máli er þetta hækk­un, ekki lækk­un.

Er veiðigjald 19% af af­komu?

Stutta svarið er nei. Veiðigjald hef­ur verið 33% skatt­ur á af­komu fisk­veiða og er það enn. Hér verður að árétta að veiðigjald leggst á auðlinda­nýt­ingu, það er fisk­veiðar. Ann­ar rekst­ur, líkt og fisk­vinnsla og sölu­starf­semi, er ekki hluti af skatt­stofn­in­um. Veiðigjald næsta árs miðast því við af­komu fisk­veiða á ár­inu 2018. Hreinn hagnaður fisk­veiða fyr­ir skatt (EBT) árið 2018 var 9,9 millj­arðar króna. Ef við gef­um okk­ur að veiðigjald verði 5 millj­arðar króna jafn­gild­ir það 51% skatti á hrein­an hagnað. Einnig leggst á 20% tekju­skatt­ur, líkt og hefðbundið er.

Rétt farið með töl­ur

Það er bæði sjálfsagt og eðli­legt að ræða um veiðigjaldið, upp­hæð og fyr­ir­komu­lag. Það þarf hins veg­ar að gæta þess að skoða veiðigjald á grund­velli af­komu í fisk­veiðum, en ekki sjáv­ar­út­vegi í heild sinni, líkt og oft er gert. Það verður að fara rétt með töl­ur. Hið rétta er að veiðigjald árs­ins 2020 bygg­ist á af­komu fisk­veiða árs­ins 2018 og nem­ur að minnsta kosti rétt rúm­lega helm­ingi af hrein­um hagnaði. Það er hátt hlut­fall.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina