Ný reglugerð sögð jákvætt skref

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. mbl.is/Hari

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands og Cle­an Arctic Alli­ance lýsa yfir ánægju sinni með nýja reglu­gerð sem um­hverf­is­ráðherra gaf út á föstu­dag með það að mark­miði að tak­marka inn­an 12 mílna lög­sögu lands­ins meng­un frá skip­um sem inni­held­ur mikið magn af brenni­steini.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Sam­tök­in benda þó á að í reglu­gerðinni er að finna laga­lega smugu sem ger­ir skipa­fé­lög­um og út­gerðarmönn­um kleift að halda áfram að brenna svartol­íu líkt og ekk­ert hafi í skorist og þar með menga með bruna svartol­íu svo lengi sem þau not­ist við hreins­un­ar­tæki (scrubber) sem tek­ur burt brenni­stein­inn.

„Þessi nýja reglu­gerð til að tak­marka út­blást­ur á brenni­steini sem inni­held­ur mikið magn brenni­stein­sagna er já­kvætt skref en reglu­gerðin bann­ar ekki los­un sótagna (black car­bon) sem hraða bráðnun íss og jökla á norður­slóðum og um leið lofts­lags­breyt­ing­um,” sagði Árni Finns­son, formaður Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands.

„Eina raun­hæfa lausn­in er að Ísland banni al­gjör­lega bruna og flutn­ing á svartol­íu inn­an eig­in land­helgi (12 sjó­míl­ur) áður en sam­komu­lag næst um alþjóðlegt bann á vett­vangi Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar (IMO). IMO tek­ur í vax­andi mæli þátt í umræðunni um bann við svartol­íu,“ bæt­ir hann við.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands og Cle­an Arctic Alli­ance skora á rík­is­stjórn Íslands að banna alla um­ferð skipa sem brenna eða flytja svartol­íu inn­an 12 mílna land­helgi.

mbl.is