Handtekin vegna tengsla við Samherjamálið

Angóla og Namibía eru nágrannaþjóðir.
Angóla og Namibía eru nágrannaþjóðir. Kort/Google

Hand­töku­skip­un hef­ur verið gef­in út á hend­ur fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Angóla, Victória de Barros Neto, vegna tengsla henn­ar við Sam­herja­málið.

Banka­reikn­ing­ar henn­ar, eig­in­manns henn­ar og barna hafa einnig verið fryst­ir.

Það var dóm­ari í Wind­hoek í Namib­íu sem gaf út hand­töku­skip­un­ina en ráðherr­an­um fyrr­ver­andi var vikið frá störf­um í janú­ar síðastliðnum, að því er Angop greindi frá.

Hóp­ur frá Angóla og Namib­íu vinn­ur nú að rann­sókn máls­ins og aðild­ar Neto að spill­ingu, skattsvik­um og pen­ingaþvætti, sem tveir fyrr­ver­andi ráðherr­ar frá Namib­íu hafa þegar verið sakaðir um.

mbl.is