Óveðrið truflar veiðar

Blængur NK er kominn til hafnar og mun hann bíða …
Blængur NK er kominn til hafnar og mun hann bíða þar til veðrið gengur niður. Ljósmynd/Hákon Seljan

Veðurfarið truflar nú veiðar skipa Síldarvinnslunnar, að því er fram kemur á vef fyrirtækisins. Þar segir að Blængur NK sé kominn til hafnar í Hafnarfirði og mun bíða þess að ofsaveðrið sem spáð er gangi niður.

Á Austfjarðamiðum eru ísfisktogararnir, Gullver NS, Smáey VE og Vestmannaey VE. Gert er ráð fyrir að þeir muni halda til hafnar upp úr hádegi á morgun en samkvæmt spám mun óveðrið færast austur á þeim tíma.

„Kolmunnaskipin, sem eru að veiðum í færeysku lögsögunni, liggja í vari eða eru á leiðinni í var þannig að veðurofsi truflar einnig veiðar á þeim miðum,“ segir á vef Síldarvinnslunnar

mbl.is