Alma Geirdal og Guðmundur Sigvarðsson trúlofuðu sig í gær. Parið hnaut hvort um annað síðasta vor en síðan þá hefur hann staðið eins og klettur við bakið á henni eftir að hún greindist með krabbamein á nýjan leik.
„Ég byrjaði bara á að fá verki í brjóstið í júlí og fór til læknis sem fann ekkert en vildi samt senda mig í myndatöku. Í október fannst illkynja hnútur, 6 cm á lengd og 2,5 á breidd, og varð strax ljóst að það þurfti að fjarlægja brjóstið. Það var fjarlægt í nóvember. Það greip mig mikill ótti og sorg þegar ég fékk þessar fréttir en svo reynir maður að vera sterkur. Ég ætla að sigrast á þessu,“ sagði Alma í samtali við Smartland 2018. Meðferðin gekk vel en í byrjun sumars 2019 tók krabbameinið sig upp aftur.
Þeir sem vilja leggja fjölskyldunni lið fyrir jólin geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
0130-05-064210
060979-3759