Ferðasíðan Big 7 Travel hefur valið Reykjavík vera ákjósanlegustu borgina til þess að eyða áramótunum.
Niðurstaðan byggir á kosningu á meðal 1,5 milljón manns í Bandaríkjunum sem og könnunar á helstu áramótaviðburðum víða um heim. Í öðru sæti á lista Big 7 Travel var Koh Phangan í Taílandi og í þriðja sæti var Sydney í Ástralíu.
Á listanum voru 50 borgir víða um heim og trónir íslenska höfuðborgin þar á toppnum. Í lýsingu Big 7 Travel segir: „Brennur víða í samfélaginu hefja áramótafögnuðinn í Reykjavík. Brennurnar gera þeir kleift að brenna í burtu öll þín vandræði á sama tíma og flugeldar lýsa upp stjörnum prýddan himininn fyrir ofan þig. Njóttu einstakrar menningar með stjörnur í augunum þegar öll borgin lýsist upp.“
Efstu 10 sætin á lista Big 7 Travel