Greta Thunberg manneskja ársins hjá Time

Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time.
Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time. AFP

Greta Thun­berg er mann­eskja árs­ins hjá banda­ríska frétta­tíma­rit­inu Time. Thun­berg, sem er 16 ára, er yngsta mann­eskj­an sem hlýt­ur nafn­bót­ina í 92 ára sögu tíma­rits­ins.

Sænski lofts­lagsaðgerðasinn­inn er orðin eins kon­ar tákn­mynd barna og ung­menna sem berj­ast gegn lofts­lags­vánni eft­ir að hún hóf að mót­mæla aðgerðal­eysi stjórn­valda í lofts­lags­mál­um ein­söm­ul fyr­ir utan sænska þing­húsið fyr­ir rúmu ári.

Í dag er staðan önn­ur. Ung­menni hafa safn­ast sam­an um heim all­an hvern föstu­dag og kraf­ist aðgerða stjórn­valda gegn lofts­lags­vánni. Thun­berg hef­ur hitt páfann, horfst í augu við Banda­ríkja­for­seta og hvatt fjór­ar millj­ón­ir manns til þátt­töku í alls­herj­ar­verk­falli fyr­ir lofts­lagið síðastliðið haust. 

„Við get­um ekki haldið áfram að lifa eins og það sé eng­inn morg­undag­ur, því hann mun koma,“ seg­ir Thun­berg við blaðamann Time um borð í seglskút­unni La Vaga­bonde, sem hún sigldi með til Lissa­bon yfir Atlants­hafið.

Thun­berg er stödd í Madríd­ til að taka þátt í Lofts­lags­ráðstefnu Sam­einuðu þjóðanna, COP25.

Greta Thunberg er manneskja ársins hjá Time, sú yngsta sem …
Greta Thun­berg er mann­eskja árs­ins hjá Time, sú yngsta sem hlotið hef­ur nafn­bót­ina. Ljós­mynd/​Time
mbl.is

Bloggað um frétt­ina