Rekstur útgerða gæti stöðvast

Kerfislægur skortur á ýsukvóta gæti stöðvað þorskveiðar útgerða í krókaaflamarkskerfinu, …
Kerfislægur skortur á ýsukvóta gæti stöðvað þorskveiðar útgerða í krókaaflamarkskerfinu, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. mbl.is/Eggert

„Þegar við lend­um í þess­um vand­ræðum að geta ekki leigt kvóta en höf­um stólað á það get­ur það leitt til þess að hver út­gerðin á fæt­ur ann­arri ein­fald­lega stöðvast á þessu fisk­veiðiári, þar sem menn hafa ekki ýsu­kvóta og geta ekki farið á sjó og náð ein­göngu þorski,“ seg­ir Örn Páls­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda. Hann seg­ir fisk­veiðiárið verða erfitt fyr­ir út­gerðir í króka­afla­marks­kerf­inu þar sem veiðiheim­ild­ir í ýsu eru fimmt­ungi minni í kerf­inu en síðasta fisk­veiðiár.

„Þorskveiðikvót­inn var auk­inn og eru um 4% meiri heim­ild­ir í þorski. Þegar línu­veiðar eru stundaðar er mjög blandað þorsk­ur og ýsa. Þá er al­veg ljóst að það þarf að forðast dá­lítið ýs­una núna og miðað við ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar mátti gera ráð fyr­ir minni ýsu, en það hef­ur komið mun meiri ýsa en und­an­far­in ár. Þess vegna hef­ur bát­un­um gengið verr að vera nán­ast ein­göngu í þorski og það geng­ur mjög hratt á veiðiheim­ild­irn­ar í ýsu hjá þeim. Núna á fyrsta fjórðungi [fisk­veiðiárs­ins] voru þeir bún­ir að veiða um 54% af veiðiheim­ild­un­um. Þessi tala í fyrra var 43%,“ út­skýr­ir Örn.

Breytt­ar aðstæður

„Það sem ger­ir þetta enn erfiðara er að það er eng­an ýsu­kvóta að fá. Hann var skor­inn niður um fjórðung hjá öll­um og stærri skip­in eru lítt af­lögu­fær með ýsu. Þess vegna geta króka­afla­marks­bát­arn­ir ekki stólað á það að geta leigt ýsu­kvóta eins og und­an­far­in ár til sín,“ bæt­ir hann við. Þá hef­ur skort­ur á veiðiheim­ild­um einnig haft þær af­leiðing­ar að leigu­verð hef­ur hækkað til muna.

Spurður hvort þetta geti orðið til þess að bát­ar verði í fast­ir í höfn þar sem þeir geta ekki treyst því að veiða ein­göngu þorsk, svar­ar fram­kvæmda­stjór­inn því ját­andi. Hann seg­ir rekstr­araðila grípa til allra ráða til þess að leysa þá stöðu sem upp er kom­in, en leit að svæðum með minni þorsk er lí­lega til þess fall­in að auka rekstr­ar­kostnað og gefa af sér afurð sem fæst minna fyr­ir.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: