Reynt að nálgast Jóhannes með slæmt í huga

Jóhannes Stefánsson í Kastljósi í kvöld.
Jóhannes Stefánsson í Kastljósi í kvöld. Skjáskot úr Kastljósi

Upp­ljóstr­ar­inn Jó­hann­es Stef­áns­son, fyrr­ver­andi starfsmaður Sam­herja í Namib­íu, var á tíma­bili með þrett­án líf­verði er hann dvaldi í Suður-Afr­íku í tvö skipti.

Þetta kom fram í viðtali við hann í Kast­ljósi

Heima á Íslandi er hann ekki með líf­verði en ger­ir þess í stað sín­ar eig­in ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir. Lög­regl­an veit af hon­um og hans stöðu. „En þegar ég ferðast þarf ég oft að hafa líf­verði,“ sagði hann en tók fram að hann væri ekki hrædd­ur.

Nokkr­um sinn­um reynt að eitra fyr­ir hon­um

Spurður hvort hon­um hafi verið hótað sagðist hann hafa fengið tals­vert af aðvör­un­um síðan málið hófst fyr­ir rúm­um þrem­ur árum. „Það hef­ur verið reynt að nálg­ast mig með slæmt í huga en ég hef bara verið svo hepp­inn að vera með góða líf­verði í kring­um mig,“ sagði hann og nefndi að skrítið fólk hefði komið inn í líf hans sem hafði áhuga á tölv­unni hans og gögn­un­um.

Hann seg­ir lög­regl­una í Namib­íu vera að rann­saka nokk­ur til­felli varðandi hvort reynt hafi verið að eitra fyr­ir hon­um en áður hef­ur hann greint frá því í viðtali við Al Jazeera. Tals­verð saga er kom­in á bak við það, að sögn Jó­hann­es­ar, sem sagðist hafa verið tals­vert veik­ur og hef­ur hann verið und­ir um­sjón lækn­is síðan þá. Hann tel­ur að reynt hafi verið að eitra fyr­ir hon­um í gegn­um drykkjar­föng og mat í fleiri en eitt skipti.

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni árið …
Sacky Shang­hala, frá­far­andi dóms­málaráðherra Namib­íu (t.v.), ásamt Jó­hann­esi Stef­áns­syni árið 2014. Ljós­mynd/​Wiki­leaks

Vís­ar yf­ir­lýs­ing­um Sam­herja á bug

Jó­hann­es sagði yf­ir­lýs­ing­ar Sam­herja síðan hann steig fram op­in­ber­lega vera skrítn­ar og að þær eigi eft­ir að nýt­ast þeim sem rann­saka málið. Ekk­ert stand­ist í þeim. Nefndi hann að búið væri að hand­taka sex há­karla í Namib­íu vegna meintra mútu­greiðslna upp á 800 millj­ón­ir króna. „Ég er bara ábyrg­ur fyr­ir 20—30% af þeim.“

Bætti hann því við að hann hefði af­hent héraðssak­sókn­ara og rann­sak­end­um í Namib­íu öll sín gögn og tölvu­pósta. All­ir þeir póst­ar sem hafi verið birt­ir snúi að mál­inu. Bætti hann við að fleiri póst­ar verði birt­ir og sagði hann ágætt að Sam­herji vilji að all­ir póst­arn­ir verði birt­ir. Hvatti hann þá til að af­henda alla hans tölvu­pósta frá því hann hóf störf í Namib­íu árið 2011.

„Þeim er vel­komið að reyna að villa um fyr­ir fólki. Rann­sókn­araðilar og Wiki­leaks er með alla mína pósta.“

Nýt­ur vernd­ar sem vitni 

Jó­hann­es sagðist ánægður með það hvernig stjórn­völd í Namib­íu hafa tekið á mál­inu og sagði þau hafa náð í öll þau gögn sem þau þurftu til að sanna málið frek­ar.

Nefndi hann einnig að hann njóti vernd­ar í Namib­íu sem vitni en njóti ekki vernd­ar sem upp­ljóstr­ari hjá héraðssak­sókn­ara.

Hann kvaðst ekki hafa séð eft­ir því að hafa stigið fram. Þvert í móti sé hann enn ákveðnari en áður. Hann vill fyrst og fremst að fólkið í Namib­íu njóti góðs af sín­um auðlind­um. Jó­hann­es sagðist hafa trú þá því að málið muni enda sem dóms­mál á Íslandi og að rann­sókn­ir í öðrum lönd­um hjálpi til við að ár­ang­ur ná­ist hér­lend­is.

mbl.is