Tillaga um erlendar fjárfestingar í Brimi samþykkt

Stjórn Brims hefur verið falið að leita leiða til þess …
Stjórn Brims hefur verið falið að leita leiða til þess að auka tækifæri erlendra aðila til fjárfestinga í félaginu. mbl.is/Hari

Hluthafar Brims hf. samþykktu á hluthafafundi félagsins í gær tillögu Útgerðarfélags Reykjavíkur (ÚR) um að fela stjórn félagsins að leita leiða til þess að auka möguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu og getur það varðað allt að 25% af hlutafé félagsins.

ÚR lagði til að þrjár leiðir yrðu skoðaðar og gengur sú fyrsta út á að að útgerðarstarfsemi Brims verði fært í dótturfélag og að Brim verði eignarhaldsfélag sem erlendir aðilar geta fjárfest í. Önnur leið er að félag verður stofnað erlendis og skráð í þarlenda kauphöll og það það félag fari með allat að 25% hlutafé í Brimi. Þá sé þriðja leiðin ekki þekkt, en stjórn Brims falið að kanna aðrar leiðir sem gætu aukið fjárfestingar erlendra aðila í útgerðarfélaginu.

Á fundinum staðfestu hluthafar einnig kaup Brims á öllu hlutafé í Fiskvinnslunni Kambi hf. og Grábrók ehf. Þau kaup voru gerð í október og fylgdu kaupunum meðal annars aflaheimildir metnar á um þrjá milljarða króna.

mbl.is