Tíu fyrirtæki með 52% aflaheimilda

Greinendur Íslandsbankan telja að stærri félög, sem hafa aflaheimildir í …
Greinendur Íslandsbankan telja að stærri félög, sem hafa aflaheimildir í fleiri tegundum fiskistofna, séu betur í stakk búin að takast á við rekstrarsveiflur. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Auk­in samþjöpp­un í sjáv­ar­út­veg­in­um hef­ur stuðlað að „meiri hag­kvæmni í rekstri, auk­inni fram­leiðni og bættri arðsemi fé­lag­anna,“ að því er fram kem­ur í grein­ingu Íslands­banka á ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Hins veg­ar er einnig bent á að hún hafi einnig leitt af sér aukna skuld­setn­ingu.

„Eft­ir að nú­ver­andi kvóta­kerfi var inn­leitt árið 1984 og afla­heim­ild­ir urðu að fullu fram­selj­an­leg­ar árið 1991 hef­ur verið sterk til­hneig­ing í átt að sam­ein­ingu út­gerða í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi. Hef­ur þetta reynst grund­völl­ur auk­inn­ar hagræðing­ar í grein­inni líkt og greina má í rekstr­ar­töl­um fyr­ir­tækja yfir áður­greint tíma­bil,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Er það mat grein­enda bank­ans að stærri fé­lög, sem hafa afla­heim­ild­ir í fleiri teg­und­um fiski­stofna, séu bet­ur í stakk búin að tak­ast á við rekstr­ar­sveifl­ur.

Þá seg­ir að 50 stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in hafi verið með 89% af út­hlutuðum afla­heim­ild­um í upp­hafi fisk­veiðiárs­ins 2019/​2020 og að tíu stærstu fyr­ir­tæk­in hafi verið með 52% út­hlutaðra afla­heim­ilda.

mbl.is