„Ert þú karlinn sem ég leita að?“

Hildur Birna segir að nýr kærasti muni hafa í mörgu …
Hildur Birna segir að nýr kærasti muni hafa í mörgu að snúast. Heimilið hennar hefur látið á sjá og því leitar hún að handlögnum karli sem getur orðið að liði. Árni Sæberg

Hild­ur Birna Gunn­ars­dótt­ir er ekki í hópi þeirra sem ætla að vera ein­ir um jól­in. Hún starfar með þaul­vön­um sér­fræðingi í að finna draumaprins­inn. Þegar hún var spurð hvað hún myndi gera ef hún þyrfti að finna sér fast­eign kom svarið til henn­ar strax: Nú aug­lýsa í Morg­un­blaðinu! 

Hild­ur Birna er vin­sæll uppist­and­ari og hef­ur fengið fólk til að hlæja dátt að staðhæf­ing­um sín­um um hina brösóttu leið miðaldra konu í leit að ást. Hún bros­ir nán­ast all­an hring­inn þegar hún heyr­ir að viðtal­inu við hana sé dreift á yfir 60.000 heim­ili borg­ar­inn­ar og síðan megi hún bú­ast við að það birt­ist á Smartlandi.is. Ég bið Hildi að lækka aðeins í tón­list­inni í sím­an­um en lagið „Find my love“ með Fair­ground Attracti­on er mikið í spil­un hjá henni þessa dag­ana.

„Áður en ég lækka verður þú að hlusta á text­ann í þessu lagi: Kett­ir gráta, það skell­ur í hurðum, vind­ur­inn hvín í kring­um húsið í kvöld, ég er einmana eins og bát­ur úti á sjó, á kvöld­um sem þess­um, lang­ar mig að falla á hnén og biðja Guð: Finndu ást­ina mína!“

Hvernig geng­ur að finna hinn eina rétta?

,,Ég er að vinna með helstu markaðstól­in í dag að leita mér að karli. Ég er ekk­ert sér­lega ánægð með Tind­er, enda sér maður lítið hæð eða per­sónu­leika þeirra karla sem þar eru inni á einni ljós­mynd. En ég er með alla anga úti að finna mér karl svona rétt fyr­ir jól­in.“

Hef­ur verið í ástar­megr­un lengi

Hild­ur seg­ir það af og frá að hún sé með ein­hvern asa á þessu sviði í líf­inu. Hún seg­ir hug­mynd­ina komna frá öðrum.

,,Málið er að ég hef verið í mik­illi and­legri vinnu á und­an­förn­um miss­er­um þar sem ég hef kom­ist að því með sál­fræðingi að ég hef verið að neita mér um ást. Þessi meinta ástar­megr­un hef­ur staðið yfir í tvo ára­tugi eða svo. Þessi sér­fræðing­ur er ekki að tvínóna neitt við hlut­ina og ég lofaði henni að vera með ein­hverj­ar frétt­ir í þess­ari viku tengd­ar ástar­mál­un­um. Svo ég er glöð að geta sagt henni frá þessu viðtali. Ég trúi því að maður þurfi ekki að gera svo mikið held­ur vera meira klár í nálg­un­um. Dreif­ing á Morg­un­blaðinu er frá­bær svo ég hef mikla trú á þess­ari aðferð.“

Hildur Birna Gunnarsdóttir er að leita sér að karli fyrir …
Hild­ur Birna Gunn­ars­dótt­ir er að leita sér að karli fyr­ir jól­in. Gæt­ir þú verið sá sem hún leit­ar að? mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Hild­ur seg­ist ekki trúa á Guð í þess­um leiðangri held­ur meira karma og nú sé hún búin að henda þessu út í and­rúms­loftið og trúi að ver­öld­in muni færa henni eitt­hvað áhuga­vert. Aðspurð hvernig manni hún sé að leita sér að seg­ir hún stærð skipta máli.

„Ég er að leita að stór­um mjúk­um karli. Ein­hverj­um sem stend­ur í lapp­irn­ar, er heiðarleg­ur og góður. Ég er 180 cm og mig lang­ar ekki í lít­inn karl. Það hef­ur verið aðeins áskor­un fyr­ir mig í fortíðinni. Því með litl­um körl­um þá verður skeiðin (e. spoon) svo asna­leg. Hann má vera dökk­hærður eða jafn­vel sköll­ótt­ur og ég er ekki búin að ákveða hvað hann á að starfa við. En hann þarf að vera al­vöru­karl­maður en ekki kerl­ing í karllík­ama. Veistu hvað ég meina?“

Hvað áttu við með því?

„Ég er alin upp af ein­stæðri móður þar sem maður gekk í allt sem þurfti að gera. 10 ára var ég far­in að bera frysti­kist­ur og org­el sem við átt­um á milli húsa þar sem við flutt­um mjög mikið. Með þessu upp­eldi hef ég þróað með mér hálf­gerð bringu­hár. Ég veð í allt því að ég kann ekki að biðja um hjálp. Kærast­inn minn á að vera svona týpa sem stopp­ar mig þegar ég dett í að vera „Gyða Sól“ og hjálp­ar mér að vera smá dama.“

Reyndi að finna sér mann á Vogi

Hvernig hef­ur þér gengið hingað til að finna þér mann?

„Bara alls ekki nógu vel. Ég fór sem dæmi í meðferð á Vogi fyr­ir rúmu ári og þá hélt ég ein­mitt sitj­andi á sloppn­um að það væri flott að finna sér karl þar líka. En það gekk ekki.“

Fórstu í meðferð að finna þér mann eða á Vog til að fást við eitt­hvað annað?

„Já, nei ég fór á Vog því ég hafði álp­ast til að detta í smá­veg­is dagdrykkju. Í fyrstu var þetta sak­laus drykkja með vin­um og vanda­mönn­um sem fór aðeins úr bönd­un­um hjá mér og endaði í dagdrykkju. Ég er ekki svona dæmi­gerð fylli­bytta eða eit­ur­lyfja­neyt­andi. Ég er meira í átt­ina við gard­ínu­fylli­byttu, nema hvað ég drakk ekki á bak við gard­ín­ur held­ur meira úti í garði úr belju.“

Með belj­una í eld­hús­inu

Varstu þá með belju úti í garði?

„Nei, ég var með belj­una inni í eld­húsi, en átti voðal­ega smart kaffi­mál með loki og allt sem ég ráfaði með inni í hús­inu og út í garðinn. Ég fór í meðferð á Vog fyr­ir síðustu jól. Í sum­ar­leyf­inu mínu fyr­ir Vog var ég sem dæmi full nán­ast all­an tím­ann. Ég hef heyrt að ég hafi átt gott frí en man ekki svo mikið frá því sjálf. Þegar ég loks­ins reif mig upp á rass­in­um og skráði mig í meðferð og fór að hitta yf­ir­mann minn og sagði hon­um frá vand­an­um, þá varð hann mjög hissa. Enda mæti ég yf­ir­leitt alltaf í vinnu og sum­ir myndu segja mig mjög mik­inn ör­ygg­is­fíkil og aðeins of sjúka í vinnu líka. Það var eina hindr­un­in í bat­an­um mín­um að yf­ir­maður­inn minn hefði ekki verið bú­inn að sjá í gegn­um þetta með drykkj­una og ég spáði mikið í að fram­lengja drykkj­una aðeins en svo ákvað ég að skella mér á slopp­inn og prófa Vog.“

Hvað varð til þess að þú gafst upp og viður­kennd­ir van­mátt þinn á þessu sviði lífs­ins?

„Son­ur minn er listamaður og frek­ar fá­máll en dá­sam­legt manns­barn. Þegar hann seg­ir eitt­hvað þá mein­ar hann það. Ég bað hann ein­hvern­tím­ann að fara með ruslið fyr­ir mig og þá sá hann all­ar belj­urn­ar mín­ar, flokkaðar og raðaðar eins og fyr­ir­mynda­kon­ur gera í Vest­ur­bæn­um. Hann staflaði belj­un­um upp á eld­hús­borðinu og lagði all­ar inn­heimtu­skuld­irn­ar frá Mót­us ofan á þær og setti síðan gul­an miða ofan á lista­verkið þar sem á stóð: Hver er for­gangs­röðunin?“

Vog­ur full­ur af skemmti­legu fólki

Það er ekki svo meðvirkt eða hvað?

„Nei, held­ur bet­ur ekki og ég er hon­um mjög þakk­lát. Þegar ég fór á Vog komst ég að því að spít­al­inn er full­ur af brjálæðis­lega skemmti­legu fólki. Það voru að sjálf­sögðu all­ir á slopp­um og það er al­veg bannað að fara úr sloppn­um á þess­um stað.“

Já, þú mein­ar. Var fólk að reyna það?

„Já, elsk­an mín. Einn reyndi að vera á hettupeys­unni, en hann var bara rif­inn úr henni og sett­ur beint í slopp­inn aft­ur. Það sem er verið að reyna að kenna fólki er að alkó­hólismi er sjúk­dóm­ur en ekki val og því skyldi bera virðingu fyr­ir stjórn­leysi á þessu sviði. Maður teng­ir mikið við barnið í sér á þess­um stað, enda all­ir að lita og púsla á Vogi.“

Var það einskon­ar listþerapía?

„Nei, meira bara svona að drepa tím­ann held ég. En ég held að ég hafi aldrei hlegið jafn mikið og á Vogi, eða grátið. Þar fer fram frá­bær úr­vinnsla til­finn­inga og starfs­fólkið á Vogi er al­gjör­lega fyrsta flokks.“

Hildur Birna segist hafa verið í ástarmegrun í tvo áratugi.
Hild­ur Birna seg­ist hafa verið í ástar­megr­un í tvo ára­tugi. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

En af hverju vild­irðu finna þér karl á Vogi?

„Nú sem dægra­stytt­ingu og síðan gæti hann ekki farið frá mér. Í það minnsta ekki í 10 daga.“

Ætlar að vera þurr um jól­in

Hverju kynnt­ist þú á Vogi?

„Ég lærði að ég var með sama sjúk­dóm­inn og allt hitt fólkið sem var þarna inni og að fólk sem tek­ur á vand­an­um sín­um er hetj­ur.“

Þegar kem­ur að jól­un­um á þessu ári seg­ir Hild­ur að þau verði þurr en von­andi rauð.

„Já, og svo mun ég gera eitt­hvað skemmti­legt með kær­ast­an­um mín­um sem ég er að fara að eign­ast. Ég er með plön um að vera með fjöl­skyld­unni á aðfanga­dag, en mun halda hinum dög­un­um og ára­mót­un­um laus­um til að eyða með til­von­andi tengda­fjöskyldu.“

Hvað ætl­arðu að gera fyr­ir kær­ast­ann um jól­in?

„Það verður mikið. Það þarf að opna all­ar gjaf­irn­ar sem ég ætla að kaupa handa hon­um og svo verður bara mikið um kúr og að skeiða hvort annað.“

Hvað von­arðu að ger­ist á nýju ári?

„Á nýju ári þá mun ég skipta út möntru­lag­inu mínu „Find my love“ með Fair­ground Attracti­on og setja „Per­fect“ með sömu flytj­end­um í staðinn. Svo ætla ég að njóta á nýju ári. Það er líka svaka­lega margt sem nýi kærast­inn minn þarf að laga heima hjá mér sem er búið að „drabbast“ niður á und­an­förn­um 20 árum!“

Börn eru eng­in fyr­ir­staða

Hvað um uppist­ands­hóp­inn BARA GÓÐAR?

„Já, takk fyr­ir að spyrja. Við ætl­um að slá í gegn á nýju ári. Við verðum með nýja sýn­ingu í janú­ar sem verður svaka­leg. Við erum fimm flott­ar kon­ur á öll­um aldri.

Í raun frá 27 ára til 84 ára. Við erum all­ar svaka­lega fyndn­ar og okk­ur þykir vænt um að sýn­ing­in er ör­ugg fyr­ir karl­menn líka. Þeir fara ekk­ert út með móral yfir því að vera karl­ar.“

Áttu þér fleiri drauma en að finna hinn eina rétta um þess­ar mund­ir?

„Draum­arn­ir mín­ir eru all­ir að vakna til lífs­ins eft­ir að ég hætti að drekka. Mig dreym­ir um að hafa gam­an af því að fara í rækt­ina. Þetta er draum­ur og ég er hrædd um að hann ræt­ist ekki. Eins dreym­ir mig um að vinna meira með uppist­andið. Það er nóg að gera í uppist­and­inu, en þetta er svo gam­an að mig lang­ar sjaldn­ast til að stoppa.“

Er eitt­hvað sem þú vilt segja að lok­um við kær­ast­ann?

„Ef þú ert með of­næmi fyr­ir hund­um þá geng­ur sam­bandið ekki. En börn eru eng­in fyr­ir­staða.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: