Heilu breiðurnar af typpafiski

Sjávarormurinn eða typpafiskurinn getur orðið allt að 25 sentímetrar á …
Sjávarormurinn eða typpafiskurinn getur orðið allt að 25 sentímetrar á lend. AFP

Íbúar í Kali­forn­íu ráku ef­laust upp stór augu þegar þeir lögðu leið sína á Dra­ke-strönd­ina ný­verið. Heilu breiðurn­ar lágu þar af svo­kölluðum „typpa­fiski“ sem er í raun sjáv­ar­orm­ur. Nafn­gift­ina á þess­um for­vitni­lega ormi má rekja til út­lits­ins eins og sjá má á meðfylgj­andi mynd. 

Kröft­ug­ur storm­ur sem reið yfir landið feykti þeim langt upp á strönd­ina sem ligg­ur skammt frá San Francisco. Kjör­lendi orms­ins er strend­ur. Þeir grafa sig ofan í sand­inn og næla sér í fæðu þannig. 

Typpa­laga orm­ur­inn get­ur náð allt að 25 sentí­metra lengd. Hann finnst helst í Kali­forn­íu. 

mbl.is