Skógareyðing í Amazon tvöfaldaðist

Víða í Amazon skógi er orðið býsna fátæklegt um að …
Víða í Amazon skógi er orðið býsna fátæklegt um að litast. AFP

Skógareyðing í Amazon-skógi í Bras­il­íu á þessu ári er á við stærð Pú­er­tó Ríkó. Skógareyðing­in hef­ur ekki verið jafn mik­il í nóv­em­ber­mánuði frá því að skrán­ing hófst árið 2015, sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um frá geim­rann­sókna­stofn­un Bras­il­íu (INPE) sem kynnt­ar voru í gær. Guar­di­an grein­ir frá þessu.

Amazon er stærsti regn­skóg­ur heims en eyðing hans nam sam­tals 563 fer­kíló­metr­um í nóv­em­ber. Það er tvisvar sinn­um meira en á sama tíma í fyrra. Frá janú­ar til nóv­em­ber á þessu ári hafa 8.934 fer­kíló­metr­ar af Amazon orðið skógareyðingu að bráð, það er 83% meira en á sama tíma­bili í fyrra. 

Venju­lega hæg­ir á eyðing­unni í nóv­em­ber og des­em­ber vegna regn­tíma­bils í Amazon en eyðing­in er óvenju mik­il þetta árið. 

Vís­inda­menn og um­hverf­issinn­ar kenna Jair Bol­son­aro, for­seta Bras­il­íu, um að hafa hvatt bænd­ur og skóg­ar­höggs­menn til skógareyðing­ar. Bol­son­aro kallaði eft­ir þróun svæðis­ins þar sem skóg­ur­inn er.

mbl.is