7 leiðir til að bæta svefngæðin

Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari heldur úti hlaðvarpinu 360°Heilsa.
Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari heldur úti hlaðvarpinu 360°Heilsa.

Rafn Franklín Hrafnsson einkaþjálfari í Hreyfingu heldur úti hlaðvarpsþættinum, 360°Heilsa. Í þessum þætti talar hann um sjö leiðir til að bæta svefngæðin. 

„Svefn er að mínu mati bæði vanmetið og misskilið fyrirbæri. Svefn er nefnilega ekki bara svefn heldur skipta gæðin höfuðmáli. Það er gríðarlega margt sem við getum gert til að ýta undir aukin svefngæði og á sama tíma eru margar vestrænar venjur okkar sem hafa neikvæð áhrif á svefngæðin. Í þessum þætti fer ég yfir 7, bæði hefðbundin og óhefðbundin ráð, til að bæta svefngæðin fyrir meiri orku, afköst og betri líðan.

mbl.is