Ólafsfjarðarvegur lokaður vegna viðgerðar á raflínu

Vegna viðgerðar á raflínu sem liggur yfir Ólafsfjarðarveg á Hámundarstaðahálsi verður vegurinn lokaður í kvöld frá klukkan 22:00 í um einn til tvo klukkutíma samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Vetrarfærð er annars í öllum landshlutum og skafrenningur og einhver éljagangur um norðanvert landið. Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Vesturlandi.

Hálka á flestum leiðum á Norðausturlandi og víða éljagangur. Skafrenningur er á nokkrum fjallvegum. Hálka eða snjóþekja og einhver éljagangur er á Austurlandi.

Þá er hálka eða hálkublettir á vegum á Suðurlandi.

mbl.is