Rangt að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta

Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks.
Kristinn Hrafnsson ritstjóri WikiLeaks. mbl.is/Ómar Óskarsson

Krist­inn Hrafns­son rit­stjóri Wiki­Leaks seg­ir rangt að Jó­hann­es Stef­áns­son hafi ekki af­hent Wiki­Leaks nema hluta af tölvu­póst­um sín­um úr vinnu­tölvu sem hann hafði, en svo seg­ir í opnu bréfi sem Krist­inn rit­ar Björgólfi Jó­hanns­syni starf­andi for­stjóra Sam­herja á Face­book í dag.

Þar vís­ar Krist­inn til til­kynn­ing­ar sem birt­ist á vef Sam­herja 4. des­em­ber síðastliðinn, en þar sagði að Jó­hann­es hefði hand­valið tölvu­pósta sem hann hefði af­hent Wiki­Leaks og að það vekti upp spurn­ing­ar.

„Þetta er rangt. Wiki­Leaks hef­ur fleiri pósta en þá sem þegar eru birt­ir en megin­áhersla var lögð á að birta strax þau gögn sem lágu til grund­vallar grein­ing­ar­vinnu þeirra blaðamanna, ís­lenskra og er­lendra, sem unnið hafa frétt­ir á grunni gagn­anna mánuðum sam­an,“ seg­ir Krist­inn í bréfi sínu og seg­ir einnig að hann hafi tekið ákvörðun um að láta sigta út úr tölvu­póst­um og gögn­um það sem hann taldi óþarfi að birta, meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um per­sónu­leg mál nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja.

„Hug­mynd­in að þessu var til­lits­semi við al­menna starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem ég er viss um að eru upp til hópa sóma­fólk,“ skrif­ar Krist­inn. Hann seg­ir að einnig séu óbirt gögn um „rekstr­arþætti sem telj­ast ekki óeðli­leg­ir“, viðskipti við birgja, söluaðila og annað.

Krist­inn seg­ir erfitt að lesa yf­ir­lýs­ingu Björgólfs sem annað en „hvatn­ingu til Wiki­Leaks“ um að birta öll þau gögn sem óbirt eru. „Það er raun­ar ekk­ert því til fyr­ir­stöðu en þó vildi ég fyrst ganga úr skugga um að þú hefðir af­drátt­ar­laus­an stuðning og heim­ild nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna svo og viðskipta­manna Sam­herja til að leggja fram slíka hvatn­ingu eða beiðni,“ skrif­ar Krist­inn og biður Björgólf um að láta sig vita „af­drátt­ar­laust“ hvort sú sé raun­in.

Býður Sam­herja að koma gögn­um til Wiki­Leaks

Krist­inn seg­ir að Sam­herji hafi gert það tor­tryggi­legt að tíma­bil hafi vantað í tölvu­pósta Jó­hann­es­ar og seg­ir al­veg mögu­legt að ein­hverj­ir póst­ar hafi ekki hlaðist niður við upp­færslu af móður­tölvu Sam­herja á sín­um tíma. Úr þessu megi bæta, með því að Sam­herji láti Wiki­Leaks hafa alla þá pósta sem stafa til og frá vinnu­net­fangi Jó­hann­es­ar.

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja. mbl.is/​​Hari

„Með því má bera sam­an gögn­in og bæta svo þeim gögn­um inn sem kunna að vanta í gagna­grunn Fis­hrot Files (Sam­herja­skjöl­in) þar sem þau verða þá grein­an­leg í leit­ar­vél. Þetta er þjón­usta sem sjálfsagt er að veita fyr­ir­tæk­inu og al­menn­ingi öll­um, en vita­skuld með sömu for­merkj­um og að ofan grein­ir. Hægt er að koma þess­um gögn­um til mín á USB lykli eða hrein­lega með því að hlaða þeim niður á wiki­leaks.org/#​su­bmit,“ skrif­ar Krist­inn, sem end­ar bréfið á að hnýta í Sam­herja með því að segja að ef­laust sé „þekk­ing inn­an fyr­ir­tæk­is­ins“ til þess að koma gögn­un­um til þeirra með þess­um hætti, þar sem það sé ekki flókn­ara en að hlaða mynd­bands­upp­töku inn á YouTu­be.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina