Reynir Bergmann og Sólveig Ýr hætt saman

Reynir og Sólveig ásamt yngstu dóttur sinni.
Reynir og Sólveig ásamt yngstu dóttur sinni. Skjáskot/Instagram

Einn vin­sæl­asti snapp­ari lands­ins, Reyn­ir Berg­mann, og Sól­veig Ýr Sig­ur­jóns­dótt­ir eru hætt sam­an en þau hafa bæði skráð sig ein­hleyp á Face­book. Þau reka sam­an fyr­ir­tækið Park and Fly.  

Þau höfðu verið sam­an í 9 ár en þau trú­lofuðu sig á Teneri­fe í árs­byrj­un. Reyn­ir og Sól­veig eiga sam­an þrjár dæt­ur og er sú yngsta aðeins 17 mánaða göm­ul. Reyn­ir sýndi frá fæðing­unni í raun­tíma á Snapchat. 

Reyn­ir hef­ur verið einn af vin­sæl­ustu „snöpp­ur­um“ lands­ins síðustu ár þar sem hann hef­ur sagt ít­ar­lega frá bar­áttu sinni við fíkni­efna­vanda. Hann greindi fylgj­end­um sín­um frá því að hann væri fall­inn á Snapchat í gær. 

mbl.is