Segja handtökurnar ólöglegar

Bern­h­ar­d Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­d Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Sex­menn­ing­arn­ir sem kærðir hafa verið fyr­ir spill­ingu og pen­ingaþvætti í tengsl­um við Sam­herja­skjöl­in krefjast þess að verða látn­ir laus­ir úr varðhaldi og segja hand­tök­urn­ar ólög­leg­ar.

Þetta kem­ur fram á vef The Nami­bi­an.

Þar seg­ir enn frem­ur að menn­irn­ir hafi verið beitt­ir harðræði af starfs­mönn­um namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar.

Sex­menn­ing­arn­ir Bern­h­ard Esau og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi ráðherr­ar í rík­is­stjórn lands­ins, James og Taw­son „Fitty“ Hatuikulipi, auk þeirra Ricar­do Gusta­vo og Pius Mwatelu­lo voru í byrj­un mánaðar úr­sk­urðaðir í varðhald til 20. fe­brú­ar á meðan rann­sókn máls­ins fer fram.

Menn­irn­ir krefjast þess að dóm­ur­inn taki af­stöðu til þess að yf­ir­maður spill­ing­ar­lög­reglu hafi vísað máli þeirra til embætt­is rík­is­sak­sókn­ara. Einnig spyrja þeir hvað búi að baki ákvörðun dóm­ara að hafa þá í haldi til 20. fe­brú­ar.

Esau seg­ir að starfs­menn spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar hafi þvingað hann, Shang­hala og Hatuikulipi inn í lög­reglu­bif­reið síðasta fimmtu­dag þar sem þeim var ekið á sveita­bæi vegna hús­leit­ar. 

Esau seg­ist hafa veikst í bíl­ferðinni og hinir tveir þjá­ist af bak­verkj­um eft­ir bíl­ferð um slæma sveita­vegi.

mbl.is