Hvítur, hvítur dagur nær ekki Óskarstilnefningu

Hvítur, hvítur dagur er dottin úr leik.
Hvítur, hvítur dagur er dottin úr leik. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmynd Hlyns Pálmasonar, Hvítur, hvítur dagur er ekki á stuttlista Akademíunnar fyrir Óskarsverðlaunin á næsta ári. Í gær var tilkynntur stuttlisti fyrir tilnefningar til verðlaunanna og listinn yfir erlendar kvikmyndir styttur niður í tíu kvikmyndir. 

91 kvikmynd kom til greina við valið á listanum og að þessu sinni komst sú íslenska ekki á blað. Á listanum eru átta af tíu frá Evrópu. Endanlegar tilnefningar verða svo tilkynntar 13. janúar á næsta ári, en Óskarinn verður haldinn í 92. skipti 9. febrúar.

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er enn í kapphlaupinu um Óskarinn fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Förðunarfræðingurinn Heba Þórisdóttir er einnig á stuttlistanum fyrir förðun, en hún sá um förðun fyrir kvikmyndina Once Upon a Time in Hollywood.

Myndirnar sem til greina koma

  • Tékkland: Skræpótti fuglinn
  • Eistland: Sannleikur og réttlæti
  • Frakkland: Vesalingarnir
  • Ungverjaland: Þau sem eftir lifðu
  • Norður-Makedónía: Hunangslandið
  • Pólland: Corpus Christi
  • Rússland: Baunastöng
  • Senegal:  Atlantsfólkið
  • Suður Kórea: Sníkjudýrin
  • Spánn: Kvöl og heiður
mbl.is