Var mánuð á leiðinni frá Englandi til Kína

Roger Tyers á leið sinni til Kína.
Roger Tyers á leið sinni til Kína. Ljósmynd/Roger Tyers

Fé­lags­fræðing­ur­inn Roger Tyers, 37 ára, ferðaðist á milli Sout­hampt­on á Englandi til aust­ur­hluta Kína á held­ur óvenju­leg­an máta. Tyers ferðaðist með 24 lest­um, í gegn­um níu lönd og var ferðin sam­tals 21.726 kíló­metra löng. 

Tyers var mánuð á leiðinni á áfangastað og kostaði ferðin rúm­lega 2.500 Banda­ríkja­dali, eða rúm­lega 300.000 krón­ur, sem er þris­var sinn­um það sem flug­miði hefði kostað. Áfangastaður­inn var hafn­ar­borg­in Ning­bo, en þangað fór hann til að sinna rann­sókn­ar­vinnu í maí síðastliðnum. 

Tyers seg­ist hafa valið þenn­an ferðamáta vegna loft­lags­breyt­inga, en hon­um er mjög um­hugað um að minnka kol­efn­is­fót­spor sitt. 

Í sam­tali við CNN seg­ir Tyers að hann hafi fundið sig knú­inn til þess að láta af flug­sam­göng­um á síðasta ári þegar loft­lags­sér­fræðing­ar Sam­einuðu þjóðanna vöruðu við því að heim­ur­inn hefði aðeins 11 ár til þess að koma í veg fyr­ir hörmu­leg­ar af­leiðing­ar hlýn­un­ar jarðar. 

Tyers ferðaðist með lest frá Sout­hampt­on til London. Þaðan fór hann til Brus­sel í Belg­íu, þaðan til Colog­ne í Þýskalandi og þá til Berlín. Frá Berlín fór hann til Var­sjá í Póllandi, til Kíev í Úkraínu, til fjög­urra mis­mun­andi áfangastaða í Rússlandi og þá komst hann loks til Pek­ing í Kína. Frá Pek­ing fór hann til Shang­hai og þaðan til Ning­bo. 

Tyers seg­ist hafa reiknað út að loft­meng­un vegna lest­ar­ferðalags­ins hafi verið 90% lægri en ef hann hefði ferðast með flug­vél. 

Kol­efn­is­spor flug­f­arþega reikn­ast út frá mörg­um þátt­um, meðal ann­ars hve löng flug­ferðin er og hve marg­ir farþegar eru um borð í vél­inni. Kol­efn­is­fót­spor ein­stak­linga sem ferðast með lest­um ræðst meðal ann­ars af því hver orku­gjafi lest­ar­inn­ar er. 

Í dag eru flug­sam­göng­ur ábyrg­ar fyr­ir um 2% af út­blæstri mann­kyns­ins. Sam­kvæmt CNN mun það hlut­fall verða 22% árið 2050 að öllu óbreyttu.

mbl.is