Er fingur jólasveinsins í ensku klaustri?

Vilhjálmur bastarður gaf klaustrinu í bænum Battle í Sussex hluta …
Vilhjálmur bastarður gaf klaustrinu í bænum Battle í Sussex hluta af fingri jólasveinsins og hey úr jötu Jesú Krists samkvæmt handriti frá miðöldum. Ljósmynd/Wikipedia.org

Hluti af fingri heil­ags Nikulás­ar, sjálfs jóla­sveins­ins, og hey úr jötu Jesú Krists eru á meðal muna sem gefn­ir voru ensku klaustri. Þetta kem­ur fram í hand­riti frá miðöld­um sem sagn­fræðing­ur­inn Michael Cart­er þýddi ný­lega. 

Í hand­rit­inu, sem er 580 ára gam­alt, er sagt frá að Vil­hjálm­ur fyrsti, Eng­landskon­ung­ur, eða Vil­hjálmi bast­arði, hafi fært klaustri í bæn­um Battle í Sus­sex hluta af jarðnesk­um leif­um heil­ags Nikulás­ar. 

„Að varðveita og safna sam­an jarðnesk­um leif­um var mik­il­væg­ur hluti af klaust­ur­lífi og það gleður mig að ég gæti verið sá fyrsti í 500 ár sem rann­sak­ar lista yfir leif­ar sem klaustr­inu í Battle voru gefn­ar,“ seg­ir Cart­er. 

Fátt er jafn tákn­rænt og þegar kon­ung­ur gef­ur klaustri jarðnesk­ar leif­ar, að sögn Cart­ers.  

Handritið þar sem fingur jólasveinsins og jata Jesú Krists koma …
Hand­ritið þar sem fing­ur jóla­sveins­ins og jata Jesú Krists koma við sögu. Skjá­skot/​BBC
mbl.is