Raforkukerfið er aftur að komast í lag

Viðgerðum á Húsavíkurlínu 1 lauk í gærkvöld og komst hún aftur í rekstur, samkvæmt frétt Landsnets. Í gær var flutningskerfið á Vestfjörðum tengt Vesturlínu í Mjólká.

Skerðingu hjá notendum með skerðanlegan flutning var aflétt og vélar í varaaflstöðinni í Bolungarvík stöðvaðar.

Tengivirkið í Hrútatungu í Hrútafirði komst aftur í rekstur í gærmorgun og sömuleiðis Sauðárkrókslína eftir hreinsun á tengivirki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: