Wikborg Rein sinnir lögfræðistörfum fyrir Samherja

Norska lögmannsstofan Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í deilumáli sem …
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein gætir hagsmuna Samherja í deilumáli sem rekið er fyrir namibískum dómstólum þessa dagana og snýr að sölu togarans Heinaste, sem namibísk yfirvöld hafa kyrrsett vegna meinta ólöglegra veiða.

Norska lög­manns­stof­an Wik­borg Rein gæt­ir hags­muna Sam­herja í deilu­máli sem rekið er fyr­ir namib­ísk­um dóm­stól­um þessa dag­ana og snýr að sölu tog­ar­ans Heina­ste, sem namib­ísk yf­ir­völd hafa kyrr­sett vegna meinta ólög­legra veiða.

Bæði RÚV og Stöð 2 greindu frá þessu í kvöld­frétta­tím­um sín­um í kvöld og birtu bréf frá lög­manni Wik­borg Rein þar sem fram kem­ur að lög­manns­stof­an komi fram fyr­ir hönd Sam­herja í mál­inu. Einnig er fjallað um málið á vef Stund­ar­inn­ar.

Norska lög­manns­stof­an er sem kunn­ugt er að vinna inn­an­húss­rann­sókn á starf­semi Sam­herja í Namib­íu, að beiðni stjórn­ar Sam­herja, en ekki hef­ur komið fram að á sama tíma gæti Wik­borg Rein hags­muna sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins í laga­deil­um þar í landi.

Í löngu og ít­ar­legu svari Geir Swigg­um stjórn­ar­for­manns Wik­borg Rein við fyr­ir­spurn Stöðvar 2 kem­ur fram að öll vinn­an sem Wik­borg Rein sé að vinna „teng­ist ásök­un­un­um á hend­ur Sam­herja“ en stjórn­ar­formaður­inn seg­ir þó einnig að sú vinna snú­ist um fleira en bara að leita staðreynda um það sem þegar hafi átt sér stað og ásak­an­ir snúi að.

Þannig sé Wik­borg Rein að hjálpa Sam­herja að „koma í veg fyr­ir frek­ari mis­gjörðir, ef slík­ar hafi átt sér stað í fortíðinni“ og að aðstoða Sam­herja við að hætta starf­semi í Namib­íu í sam­ræmi við lög og regl­ur.

mbl.is