„Kæri Kristinn“

Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja.
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja. mbl.is/​Hari

Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja, seg­ir vinnu­brögð Krist­ins Hrafns­son­ar, rit­stjóra Wiki­leaks, ganga í ber­högg við verklags­regl­ur Wiki­leaks, það er að birta gögn og leyfa al­menn­ingi að meta þau. 

Í opni bréfi til Björgólfs sem Krist­inn birti á Face­book á mánu­dag seg­ir hann að tek­in hafi verið ákvörðun um að láta sigta út úr tölvu­póst­um og gögn­um það sem hann taldi óþarfi að birta, meðal ann­ars upp­lýs­ing­ar um per­sónu­leg mál nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja.

Björgólf­ur hef­ur nú svarað Kristni í bréfi á heimasíðu Sam­herja und­ir yf­ir­skrift­inni „Kæri Krist­inn“.

„Það kem­ur mér þægi­lega á óvart að af bréfi þínu virðist mega ráða að þú  haf­ir nokk­urn áhuga á að hið sanna komi ljós. Það er líka gott að þú staðfest­ir í bréf­inu að tölvu­póst­arn­ir hafi verið hand­vald­ir eins og ég hélt fram. Við þurf­um þá ekki að deila um það,“ skrif­ar Björgólf­ur. 

Í bréf­inu seg­ir hann að at­hug­un Sam­herja á þeim gögn­um sem Wiki­leaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42% af tölvu­póst­um Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar frá tíma­bil­inu 2014-2016. Við nán­ari skoðun hafi komið í ljós að hlut­fallið var lægra eða nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvu­póst­um hafa verið sleppt.

Björgólf­ur seg­ir bréf Krist­ins vekja ýms­ar spurn­ing­ar, svo sem hverj­ir lásu og völdu tölvu­póst­ana sem birt­ir voru. 

„Voru það frétta­menn Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar? Voru þess­ir frétta­menn velja tölvu­pósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leik­ur síðan for­vitni á að vita, Krist­inn, hvort þú sjálf­ur hafi kveðið upp gild­is­dóma um hvaða starfs­menn Sam­herja eru sómakær­ir og heiðarleg­ir og hverj­ir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram,“ skrif­ar Björgólf­ur. 

Hann seg­ir Krist­in hafa staðfest það með bréf­inu á mánu­dag að tölvu­póst­arn­ir voru hand­vald­ir og að Wiki­leaks hafi notið fullting­is frétta­manna við sigt­un þeirra og seg­ir Björgólf­ur það hljóta að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá sem telja að fram­setn­ing á frétt­um um starf­semi Sam­herja í Namib­íu hafi verið vönduð og hlut­læg frá­sögn af staðreynd­um. 

„Ég leyfi mér svo að ef­ast um hvort þessi vinnu­brögð, að hand­velja gögn sem styðja ein­hliða frá­sögn, sam­ræm­ist ábyrgð og skyld­um blaða- og frétta­manna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að frétta­menn hefðu sann­leiks­leit að leiðarljósi í sín­um störf­um. Það var kannski mis­skiln­ing­ur hjá mér,“ skrif­ar Björgólf­ur, sem end­ar bréfið á að óska Kristni og ná­komn­um gleðilegra jóla og far­sæls nýs árs.

Bréf Björgólfs í heild sinni má lesa hér að neðan: 

Sæll Krist­inn Hrafns­son og hafðu þökk fyr­ir opna bréfið. Í minni heima­sveit er til siðs að svara sendi­bréf­um jafn­vel þótt opin séu. Það geri ég nú en ætla mér þó ekki að stunda bréfa­skrift­ir við þig í fram­hald­inu.

Það kem­ur mér þægi­lega á óvart að af bréfi þínu virðist mega ráða að þú  haf­ir nokk­urn áhuga á að hið sanna komi ljós. Það er líka gott að þú staðfest­ir í bréf­inu að tölvu­póst­arn­ir hafi verið hand­vald­ir eins og ég hélt fram. Við þurf­um þá ekki að deila um það.

At­hug­un Sam­herja á þeim gögn­um sem Wiki­leaks birti leiddi í ljós að aðeins voru birt 42% af tölvu­póst­um Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar frá tíma­bil­inu 2014-2016.  Við nán­ari skoðun kom í ljós að hlut­fallið var miklu lægra og er það nær 30%. Þannig virðist 50 þúsund tölvu­póst­um hafa verið sleppt.

Krist­inn, þú seg­ir í bréfi þínu til mín:

,Ég tók einnig þá ákvörðun að láta sigta út úr tölvu­póst­um og gögn­um það sem ég taldi óþarfi að birta þar sem fjallað var meðal ann­ars um nokkuð per­sónu­leg mál nú­ver­andi og fyrr­ver­andi starfs­manna Sam­herja, upp­lýs­ing­ar eins og launa­greiðslur, at­vinnu­leyfi með ít­ar­upp­lýs­ing­um, skönnuð vega­bréf og fleira í þeim dúr. Hug­mynd­in að þessu var til­lits­semi við al­menna starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins sem ég er viss um að eru upp til hópa sóma­fólk.“

Mér þótti þessi staðfest­ing þín mjög áhuga­verð því ég fæ ekki bet­ur séð en að þessi vinnu­brögð gangi í ber­högg við verklags­regl­ur Wiki­leaks sem hef­ur haft þá stefnu að birta gögn og leyfa al­menn­ingi að meta þau. Þá vek­ur bréfið ýms­ar spurn­ing­ar. Hverj­ir lásu og völdu tölvu­póst­ana með Wiki­leaks? Voru það frétta­menn Rík­is­út­varps­ins og Stund­ar­inn­ar? Voru þess­ir frétta­menn velja tölvu­pósta sem pössuðu við þá sögu sem átti að segja? Mér leik­ur síðan for­vitni á að vita, Krist­inn, hvort þú sjálf­ur hafi kveðið upp gild­is­dóma um hvaða starfs­menn Sam­herja eru sómakær­ir og heiðarleg­ir og hverj­ir ekki? Það væri fróðlegt að vita hvernig það mat fór fram.

Síðan er það um­hugs­un­ar­efni að þið virðist alls ekki hafa fylgt því sem þú seg­ir um per­sónu­leg mál­efni starfs­manna Sam­herja því inni á Wiki­leaks er nú mikið magn upp­lýs­inga sem hafa enga teng­ingu við starf­sem­ina í Namib­íu.

Staðfest­ing þín á því að tölvu­póst­arn­ir voru hand­vald­ir og að Wiki­leaks hafi notið fullting­is frétta­manna við sigt­un þeirra hlýt­ur að vera um­hugs­un­ar­efni fyr­ir þá sem telja að fram­setn­ing á frétt­um um starf­semi Sam­herja í Namib­íu hafi verið vönduð og hlut­læg frá­sögn af staðreynd­um. Ég leyfi mér svo að ef­ast um hvort þessi vinnu­brögð, að hand­velja gögn sem styðja ein­hliða frá­sögn, sam­ræm­ist ábyrgð og skyld­um blaða- og frétta­manna. Ég stóð alltaf í þeirri trú að frétta­menn hefðu sann­leiks­leit að leiðarljósi í sín­um störf­um. Það var kannski mis­skiln­ing­ur hjá mér.

Ég óska þér og þínum gleðilegra jóla og far­sæls nýs árs.

Kær kveðja

Björgólf­ur Jó­hanns­son, starf­andi for­stjóri Sam­herja

mbl.is

Bloggað um frétt­ina