Vélstjórinn Anna Kristjánsdóttir virðist vera komin í mikið jólastuð ef marka má færslur hennar á samfélagsmiðlum. Anna flutti til Tenerife nú í haust og hefur notið lífsins í „paradís“ eins og hún kallar eyjuna.
Þótt það snjói ekki hjá Önnu og um hana leiki ekki ískaldur vindur hafa hún og vinkonur hennar notið alls þess sem desember í heitara loftslagi hefur upp á að bjóða.
Vinkonur Önnu fjárfestu í jólapeysum til að koma sér í jólagírinn og stilltu sér upp á mynd fyrir Önnu sem myndaði þær í bak og fyrir um alla eyju.