Brotalamir í peningaþvættisvörnum

Kvika banki.
Kvika banki. mbl.is/Árni Sæberg

Brotalamir var að finna í peningaþvættisvörnum allra fjögurra viðskiptabankanna og Fjármálaeftirlitið hefur gert athugasemdir við þær allar. Helst vantar að skýrar upplýsingar liggi fyrir um raunverulega eigendur.

Tveir bankanna eru skráðir á hlutabréfamarkað og tveir eru í ríkiseigu.

Niðurstöður athugana Fjármálaeftirlitsins á þremur bankanna birtust á föstudag en niðurstaða athugana á Arion banka var birt í maí, að því er fram kemur í Kjarnanum.

Athugasemdir voru gerðar við peningaþvættisvarnir allra bankanna, Arion banka, Landsbankans, Íslandsbanka og Kviku. 

Fram kom að Arion banki hefði brugðist við niðurstöðum Fjármálaeftirlitsins frá því í maí. Nokkrar athugasemdir eru gerðar við peningaþvættisvarnir Landsbankans; meðal annars að  ekki hafi verið sýnt fram á að upplýsingar um raunverulega eigendur hafi almennt verið metnar með sjálfstæðum hætti.

Í niðurstöðum Íslandsbanka kemur fram að bankinn hafi þegar gripið til úrbóta þegar niðurstaða Fjármálaeftirlitsins lá fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina