Stærsta fjárfesting í sögu Landsbjargar

Annasamt hefur verið hjá sjóbjörgunarsveitunum á árinu. Nú er stefnt …
Annasamt hefur verið hjá sjóbjörgunarsveitunum á árinu. Nú er stefnt að umfangsmestu uppfærslu búnaðar í sögu Landsbjargar. Ljósmynd/Landsbjörg

Slysa­varna­fé­lagið Lands­björg stefn­ir að end­ur­nýj­un þrett­án björg­un­ar­skipa fé­lags­ins. Er mark­miðið að stytta viðbragðstíma og tryggja að floti fé­lags­ins sé í stakk bú­inn til þess að tak­ast á við krefj­andi aðstæður.

„Helsta ástæða þess að við erum að hugsa um end­ur­nýj­un stóru björg­un­ar­skip­anna okk­ar er að yngsta skipið okk­ar er smíðað árið 1993 og elsta skipið sem enn er í notk­un er smíðað 1978. Skip­in eru öll góð, ör­ugg og vel við hald­in en það er al­veg ljóst að það er orðið löngu tíma­bært að upp­færa þau,“ seg­ir Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Lands­björg.

Meðal ann­ars miða áform fé­lags­ins að því að upp­færa búnaðinn sem notaður er við björg­un­ar­starf, að sögn hans. „Við erum að reyna að koma okk­ur inn í nú­tím­ann með nýj­um sigl­inga­tækj­um, miklu betri aðstöðu fyr­ir áhöfn meðal ann­ars með fjar­andi sæt­um og belt­um. Þannig að menn séu bet­ur í stakk bún­ir til þess að tak­ast á við erfiðar aðstæður.“

Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar hjá Landsbjörg.
Örn Smára­son, verk­efna­stjóri sjó­björg­un­ar hjá Lands­björg. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Flot­inn ekk­ert að yngj­ast

Spurður hvort skip­in hafi verið það vel við hald­in að þau séu enn fær um að sinna hlut­verki sínu svar­ar hann því ját­andi. „Al­gjör­lega. En þær áætlan­ir sem við vinn­um með gera ráð fyr­ir að end­ur­nýja öll þrett­án skip­in okk­ar á tíu árum. Skip­in okk­ar eru ekki að yngj­ast og er meðal­ald­ur­inn orðinn rúm þrjá­tíu ár. Með nýj­um tím­um koma nýj­ar kröf­ur.“

Þá sé aug­ljós ávinn­ing­ur sem fylg­ir því að fara í um­rædda end­ur­nýj­un þar sem ell­efu af þrett­án skip­um björg­un­ar­sveit­anna ganga við bestu aðstæður fjór­tán hnúta. En LAnds­björg tel­ur gang­hraða nýju skip­anna verða 27 til 30 hnút­ar. „Þetta er tvö­föld­un á viðbragðsgetu á flest­um stöðum,“ út­skýr­ir verk­efna­stjór­inn sem seg­ir nýj­an flota verða bylt­ingu í starf­semi sjó­björg­un­ar­sveit­anna.

Björgunarsveitarfólk hefur sinnt fjölmörgum erfiðum verkefnum á árinu.
Björg­un­ar­sveitar­fólk hef­ur sinnt fjöl­mörg­um erfiðum verk­efn­um á ár­inu. Ljós­mynd/​Lands­björg

Millj­arðafjár­fest­ing

Full­trú­ar Lands­bjarg­ar eru bún­ir að heim­sækja fjölda fram­leiðenda og safna miklu magni upp­lýs­inga til að gengið sé úr skugga um að skip­in sem keypt verða upp­fylli þarf­ir ís­lensku sjó­björg­un­ar­sveit­anna.

„Á þess­ari stundu er verk­efnið tvíþætt. ann­ars veg­ar að tryggja fjár­magn fyr­ir verk­efn­inu sem er gríðarlega stórt viðfangs­efni og síðan höf­um við frá 2017 verið að afla okk­ur upp­lýs­ing­ar um mögu­lega kosti. Við höf­um skoðað skip og erum búin að heim­sækja tölu­vert af skipa­smíðastöðvum sem eru í þess­um geira að smíða björg­un­ar­skip. Við höf­um unnið að skýrslu um þessa kosti sem við höf­um skoðað und­an­farið með Navis og verður unnið áfram með rík­is­vald­inu að því hvert formið verður á end­an­leg­um kaup­samn­ing­um,“ út­skýr­ir Örn.

Eng­inn vafi er um að tals­verður kostnaður mun fylgja því að fara í eins mikla end­ur­nýj­un og Lands­björg hef­ur sett á áætl­un. Gert er ráð fyr­ir að hvert björg­un­ar­skip mun kosta um 190 til 240 millj­ón­ir króna og þýðir þetta að heild­ar­kostnaður­inn get­ur orðið um 2,4 til 3,1 millj­arður króna.

Ljós­mynd/​Lands­björg

„Þegar við för­um í gang með þetta verk­efni er okk­ur ljóst að við erum að ræða um stærsta ein­staka fjár­fest­inga­verk­efni Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar frá upp­hafi,“ seg­ir Örn og bend­ir á að fé­lagið standi ekki eitt að verk­efn­inu þar sem í gangi eru viðræður við rík­is­valdið um að það komi að fjár­mögn­un flot­ans. Þá séu von­ir um að ríkið taki á sig allt að helm­ing af kostnaðinum.

„Síðan þurf­um við al­veg klár­lega að leita fjár­magns í sam­fé­lag­inu og erum að hefja þá veg­ferð fyr­ir þess­ar þörfu bjarg­ir,“ seg­ir Örn sem kveðst binda von­ir við að þjóðin standi við bakið á Lands­björg við að fjár­magna smíðin. „Eins og í öllu sjálf­boðaliðastarfi þurf­um við aug­ljós­lega aðstoð fyr­ir­tækja og al­menn­ings til að klára þetta verk­efni.“

Aukið álag á Ísaf­irði

Örn seg­ir að í sam­an­b­urði við fyrri ár hafi út­köll­um fjölgað á ár­inu sam­kvæmt bráðabirgðatöl­um fé­lags­ins. Þá hafi fjölg­un út­kalla náð til björg­un­ar­skipa, harðbotna­báta og slöngu­báta. Einnig hef­ur sam­setn­ing út­kall­anna breyst milli ára. Það hafa verið aðeins fleiri al­var­leg at­vik en hef­ur verið und­an­far­in ár. Hann seg­ir enga sér­staka skýr­ingu að baki þess að út­köll­um hafi fjölgað á ár­inu og bend­ir á að það sé vel þekkt að tíðni út­kalla eigi það til að ganga í bylgj­um.

Björgun strandaðra hvala var meðal verkefna á árinu.
Björg­un strandaðra hvala var meðal verk­efna á ár­inu. Ljós­mynd/​Lands­björg

Verk­efna­stjór­inn seg­ir fjölg­un út­kalla og breyt­ing á sam­setn­ingu þeirra hafi átt sér stað á land­inu öllu en bend­ir sér­stak­lega á Ísa­fjörð. „Á Ísaf­irði hafa menn mikið verið að sinna sjúkra­flutn­ing­um í sam­bandi við skemmti­ferðaskip og ferðamenn á Horn­strönd­um. Mikið er um að þurfi að þjón­usta Hornstrand­irn­ar og friðlandið á Horn­strönd­um sem er orðið gríðarlega vin­sælt svæði og vex stöðugt ásókn­in þangað. Að hluta til fóru Ísfirðing­ar í end­ur­nýj­un og notuðu skip frá Nor­egi í vor af því að sam­setn­ing út­kall­anna hafði breyst mikið og mik­il þörf var á aukn­um viðbragðshraða. Skipið sem var tekið í notk­un í vor geng­ur tíu hnút­um hraðar en skipið sem var áður.“

Útköll björg­un­ar­skipa það sem af er ári hafa verið 91, en þau voru 64 allt árið í fyrra og hafa því fjölgað um 42,8% milli ára. Þá voru út­köll 64 árið 2017 og 61 árið á und­an. Það sem af er ári hafa út­köll minni skipa og báta verið 105 sem er 26,5% fleiri en allt árið 2018 þegar þau voru 83. Árið 2017 voru út­köll­in 75 tals­ins og 56 árið 2016.

Ljós­mynd/​Lands­björg

Lífs­bjarg­andi hraði

Spurður hvort sjó­björg­un­ar­fólk hafi sér­stak­ar áhyggj­ur af þeim áskor­un­um sem fylgja auk­inni um­ferð skemmti­ferðaskipa sem hafa jafn­vel tvö eða þrjú þúsund farþega um borð, svar­ar Örn: „Auðvitað erum við með það í huga að þurfa að geta brugðist við þegar fjöldi er á ferðinni, ekki bara í þess­um til­fell­um held­ur eru ís­lensk­ir aðilar einnig að stunda fólks­flutn­inga á sjó til að mynda hvala­skoðun­ar­bát­arn­ir. Við vilj­um ein­fald­lega geta brugðist við með betri út­búnaði og á skemmri tíma, það eru aðal­atriðin. Það er lífs­bjarg­andi fasi þess­ara skipa sem við þurf­um að upp­færa og þar skipt­ir gang­hraðinn gríðarlega miklu máli.“

Ljós­mynd/​Lands­björg

Viðtalið við Örn Smára­son var fyrst birt 20. des­em­ber í 200míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: