„Við erum bara rétt að byrja“

Björgólfur Jóhannsson.
Björgólfur Jóhannsson. mbl.is/​Hari

For­stjóri Sam­herja, Björgólf­ur Jó­hanns­son, seg­ir í bréfi til starfs­manna að rann­sókn sem fyr­ir­tækið hrinti af stað vegna starf­sem­inn­ar í Namib­íu miði ágæt­lega. „Við von­umst til þess að niður­stöður henn­ar liggi fyr­ir fljót­lega á nýju ári. Það er mark­mið okk­ar að fé­lagið standi af sér storm­inn og komi mun sterk­ara í gegn­um hann.

Ég veit að sum ykk­ar vildu að Sam­herji svaraði ásök­un­um á hend­ur fyr­ir­tæk­inu af meiri krafti. Ekki velkj­ast í nein­um vafa um að við mun­um leiðrétta all­ar rang­færsl­ur um fé­lagið. Við erum bara rétt að byrja. Sem bet­ur fer hef­ur þetta mál ekki haft telj­andi áhrif á rekst­ur­inn og það er fyrst og fremst ykk­ur að þakka,“ skrif­ar Björgólf­ur.

„Það er vöxt­ur í söl­unni og veiðar og vinnsla ganga vel. Þá hafa sam­starfsaðilar okk­ar hér heima og er­lend­is staðið með fé­lag­inu. Það er bar­áttu­hug­ur í stjórn­end­um Sam­herja á öll­um víg­stöðvum og við erum sann­færð um að framtíð fyr­ir­tæk­is­ins sé björt.“

Dalvíkingar fengu rafmagn frá varðskipinu Þór.
Dal­vík­ing­ar fengu raf­magn frá varðskip­inu Þór. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Björgólf­ur seg­ir í bréf­inu sem ritað er til starfs­manna Sam­herja í dag, Þor­láks­messu, að óveðrið sem lék lands­menn grátt fyrr í þess­um mánuði hafi valdið tug­millj­óna tjóni hjá fyr­ir­tæk­inu.

„Raf­magns­leysið í kjöl­far veðurofs­ans varð þess vald­andi að öll vinnsla okar á Dal­vík lá niðri í fimm daga og hleyp­ur tjón vegna þess á tug­um millj­óna króna. Hins veg­ar tókst að af­stýra tjóni vegna hrá­efn­is og hluti starfs­manna á Dal­vík færði sig yfir til Ak­ur­eyr­ar þar sem við juk­um fram­leiðsluna tíma­bundið meðan það var raf­magns­laust á Dal­vík. Bless­un­ar­lega varð ekk­ert tjón á tækja­búnaði og skip­um. Vinnsla hófst svo aft­ur á Dal­vík síðastliðinn þriðju­dag.

Ég vil nota þetta tæki­færi til að koma á fram­færi þakk­læti til viðbragðsaðila fyr­ir þeirra óeig­ingjarna starf í kjöl­far raf­magns­leys­is­ins. Ég vil jafn­framt þakka þeim starfs­mönn­um, sem færðu sig tíma­bundið til Ak­ur­eyr­ar, al­veg sér­stak­lega fyr­ir.

mbl.is