Flugeldar barns síns tíma

AFP

Hingað til hafa Þjóðverj­ar skotið upp flug­eld­um eins og gaml­árs­kvöld sé hið síðasta en nú virðist verða þar breyt­ing á. Er það rakið til lofts­lags­vá­ar­inn­ar sem tek­in er al­var­lega þar í landi. Nokkr­ir um­svifa­mikl­ir söluaðilar hafa ákveðið að selja ekki flug­elda fyr­ir þessi ára­mót.

„Flug­eld­arn­ir end­ast í klukku­tíma en við vilj­um vernda dýr­in og að and­rúms­loftið sé hreint 365 daga á ári,“ seg­ir Uli Budnik, sem rek­ur REWE-mat­vöru­keðjuna í Dort­mund, en REWE hef­ur ákveðið að selja ekki flug­elda í ár.

Í síðasta mánuði til­kynntu for­svars­menn Horn­bach að það væri of seint að stöðva flug­eldapönt­un árs­ins en þetta yrði í síðasta skiptið sem þar yrðu seld­ir flug­eld­ar.

Bauhaus íhug­ar að hætta sölu á næsta ári og Edeka-versl­ana­keðjan er þegar hætt að selja flug­elda.

Um­hverf­issinn­ar fagna þess­ari ákvörðun og hversu marg­ir eru á því að banna flug­elda. Það hefði þótt óhugs­andi fyr­ir nokkr­um árum, þar sem Þjóðverj­ar eru þekkt­ir fyr­ir að skjóta upp gríðarlegu magni flug­elda á gaml­árs­kvöld.

Skoðanakann­an­ir þar í landi sýna að meiri­hluti lands­manna styður bann við flug­eld­um vegna um­hverf­is­mála þrátt fyr­ir að flest­ir telji flug­elda fal­lega.

Eins og Íslendingar þekkja eykst svifryk umtalsvert á gamlárskvöld.
Eins og Íslend­ing­ar þekkja eykst svifryk um­tals­vert á gaml­árs­kvöld. AFP
mbl.is