Stór skip og fullkominn búnaður

Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og …
Nýr Börkur er væntanlegur til landsins eftir rúmt ár og verður systurskip Vilhelms Þorsteinssonar EA 11 sem kemur í ágúst á næsta ári. Tölvumynd/ af vef Síldarvinnslunnar

Upp­sjáv­ar­skip­in sem eru í smíðum og frysti­tog­ari Nes­fisks eru stór skip og læt­ur nærri að upp­sjáv­ar­skip­in kosti hvort um sig um 4,5 millj­arða króna og skip Nes­fisks kost­ar litlu minna.

Skip Sam­herja og Síld­ar­vinnsl­unn­ar eru smíðuð hjá dönsku skipa­smíðastöðinni Kar­sten­sens Skibsværft A/​S. Skip­in verða vel búin í alla staði, bæði hvað varðar veiðar og meðferð á afla, vinnuaðstöðu og aðbúnað áhafn­ar. Burðargeta skip­anna verður um 3.000 tonn af kæld­um afurðum. Skip­in verða 88 metr­ar á lengd og 16,6 metr­ar á breidd.

Börk­ur núm­er fimm

Skip Sam­herja á að leysa Vil­helm Þor­steins­son EA 11 af hólmi, en hann var seld­ur til Rúss­lands fyr­ir ári. Nýr Vil­helm var vænt­an­leg­ur um mitt næsta ár, en nú er út­lit fyr­ir að skip­inu seinki og það komi ekki fyrr en í lok ág­úst­mánaðar.

Hjá Kar­sten­sens er einnig verið að smíða nýj­an Börk fyr­ir Síld­ar­vinnsl­una í Nes­kaupstað. Hann verður syst­ur­skip Vil­helms og er gert ráð fyr­ir að skipið komi í byrj­un árs 2021. Nýr Börk­ur kem­ur í stað eldra skips með sama nafni, sem verið hef­ur í eigu Síld­ar­vinnsl­unn­ar frá ár­inu 2014. Ný­smíðin verður fimmta skipið í eigu fyr­ir­tæk­is­ins sem ber þetta nafn.

Nýr Vilhelm Þorsteinsson er umlukinn vinnupöllum í Póllandi, tilsniðið efni …
Nýr Vil­helm Þor­steins­son er um­lukinn vinnupöll­um í Póllandi, til­sniðið efni bíður í hrönn­um. Ljós­mynd/​Kar­sten­sens

Kar­sten­sens er með höfuðstöðvar í Ska­gen í Dan­mörku, en auk þess rek­ur fyr­ir­tækið skipskrokka­míðastöð í Gdynia í Póllandi. Skrokk­ar skip­anna verði smíðaðir í Póllandi, en skip­in síðan dreg­in til Dan­merk­ur þar sem þau verða full­kláruð.

Nýr Bald­vin smíðaður á Spáni

Í haust var skrifað und­ir samn­inga um smíði á nýj­um Bald­vin Njáls­syni GK fyr­ir Nes­fisk í Garði. Um flakafrysti­tog­ara verður að ræða, rúm­lega 66 metra langt, 16 metr­ar á breidd og full­komið skip í alla staði. Skipið verður smíðað hjá Armon skipa­smíðastöðinni í Vigo á Spáni og er vænt­an­legt hingað til lands seinni hluta árs 2021. Eldri Bald­vin Njáls­son GK er einnig frysti­tog­ari, smíðaður 1990, einnig í Vigo og bar áður nöfn­in Rán HF og OttoW­at­hne NS.

Þá var stór frysti­tog­ari vænt­an­leg­ur til Brims hf. á ár­inu, en sam­kvæmt til­kynn­ingu fyr­ir­tæk­is­ins til Kaup­hall­ar­inn­ar í lok októ­ber ákvað Brim að ganga til samn­ingaviðræðna við Arctic Prime Fis­heries Aps., Qaqor­tog á Græn­landi, um kaup á þess­ari ný­smíði fé­lags­ins á Spáni. Gert var ráð fyr­ir að niður­stöður viðræðna lægju fyr­ir í síðasta lagi í lok þessa mánaðar.

Nýr Baldvin Njálsson GK 400 verður smíðaður í Vigo á …
Nýr Bald­vin Njáls­son GK 400 verður smíðaður í Vigo á Spáni fyr­ir Nes­fisk í Garði og kem­ur í stað eldra skips með sama nafni. Tölvu­mynd/​Skipa­sýn

Þegar greint var frá smíðasamn­ingn­um sum­arið 2017 kom fram að samn­ings­verðið væri rúm­lega 44 millj­ón evr­ur eða sem nem­ur nú rúm­lega sex millj­örðum krón­um. Um er að ræða stór­an og af­kasta­mik­inn flakafrysti­tog­ara, 81,30 metra lang­an og 17 metra breiðan.

Þá hef­ur Brim hf. boðað stór­tæk­ar breyt­ing­ar í fiskiðju­veri fyr­ir­tæk­is­ins á Norðurg­arði og und­ir­ritað samn­ing við Mar­el um kaup og upp­setn­ingu á há­tækni vinnslu­búnaði og hug­búnaði fyr­ir bol­fisk­vinnslu á Norðurg­arði í Reykja­vík. Áætlað er að nýja vinnslu­kerfið verði sett upp um mitt ár 2020.

Upp­bygg­ing í landi

Sam­herji tek­ur á út­mánuðum í notk­un full­komið fiskiðju­ver á Dal­vík, sem verður meðal þeirra full­komn­ustu í þess­ari grein. Fram kom, er samn­ing­ar voru und­ir­ritaðir um lóðina á hafn­ar­svæðinu á Dal­vík fyr­ir rösk­um tveim­ur árum, að áætluð fjár­fest­ing í hús­næði og búnaði næmi um 3,5 millj­örðum.

Í byrj­un þessa árs hófst fisk­vinnsla í nýju 2.700 fer­metra full­komnu húsi G.RUN á Grund­arf­irði. Ann­ars staðar í þess­ari sam­an­tekt er vikið að upp­bygg­ingu og breyt­ing­um hjá Skinn­ey-Þinga­nesi.

Grein­in var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­veg­inn, 20. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: