Sjávarútvegurinn með augum framtíðarfræðings

Helga Jósepsdóttir segir framtíðarfræðinga fyrst af öllu leggjast í ítarlega …
Helga Jósepsdóttir segir framtíðarfræðinga fyrst af öllu leggjast í ítarlega rannsóknarvinnu og starfa náið með æðstu stjórnendum til að koma auga á sniðugar lausnir og mögulegar hættur.

Það á við um sjáv­ar­út­veg­inn eins og all­ar grein­ar at­vinnu­lífs­ins að allt of sjald­an gefst tæki­færi til að reyna að spá fyr­ir um framtíðina og virkja heila­sell­urn­ar til að finna sniðugar nýj­ar lausn­ir. Dag­leg­ur rekst­ur er al­veg nógu krefj­andi og svo er það líka þannig að hugs­un­ar­hátt­ur fólks á það til að fest­ast inn­an ákveðins ramma og þarf oft ein­hvern ut­anaðkom­andi til að rýna í áskor­an­irn­ar og tæki­fær­in frá al­veg nýju sjón­ar­horni til að kveikja al­menni­lega á per­un­um. Glöggt er gests augað, seg­ir mál­tækið.

Ný stétt hef­ur komið fram á sjón­ar­sviðið til að bregðast við þess­ari þörf. Framtíðarfræðing­ar (e. fut­urists) eru kallaðir að borðinu þegar stofn­an­ir og fyr­ir­tæki vilja leggj­ast í ít­ar­lega nafla­skoðun. Helga Jóseps­dótt­ir er sjálf­stætt starf­andi framtíðarfræðing­ur með aðset­ur í Madríd á Spáni þar sem hún er jafn­framt aðjúnkt við IE Bus­iness School, óra­vegu frá æsku­slóðunum á Eskif­irði.

Helga rit­ar áhuga­verða hug­leiðingu í ný­út­komnu riti Sjáv­ar­klas­ans, Bak við yztu sjón­arrönd, þar sem hún hvet­ur grein­ina til dáða og seg­ir ís­lenska sjáv­ar­út­vegs­geir­ann geta haft af­ger­andi og já­kvæð áhrif á heim­inn. Henni þætti gam­an ef sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk og hags­muna­sam­tök þeirra gerðu meira að því að nýta krafta framtíðarfræðinga enda næsta víst að þannig komi verðmæt þekk­ing, inn­sæi og hug­mynd­ir upp á yf­ir­borðið.

Leita inn­blást­urs víða

Framtíðarfræðing­ar nálg­ast verk­efni sín með ólík­um hætti en Helga seg­ir ekki óal­gengt að fyrst af öllu þurfi að ráðast í ít­ar­lega rann­sókn­ar­vinnu. „Í mínu til­viki fara oft­ar en ekki um þrjár vik­ur í að skoða viðkom­andi grein mjög vand­lega, hvaða hug­mynd­ir eru þegar á sveimi og verk­efni í píp­un­um. Hér kem­ur sér vel að þekkja þró­un­ina sem víðast í at­vinnu­líf­inu inn­an­lands og er­lend­is og mögu­lega koma auga á leiðir til að yf­ir­færa þekk­ingu og lausn­ir frá einu sviði yfir á annað. Útgangspunkt­ur í minni ráðgjöf er ætíð að virðing og nýt­ing séu höfð að leiðarljósi: að fyr­ir­tæki og stofn­an­ir um­gang­ist starfs­fólk sitt, viðskipta­vini og um­hverfi af virðingu og leitað sé lausna til að láta sem minnst fara til spill­is, bæði af tíma, orku, erfiði og hrá­efn­um.“

Afrakst­ur þessa fyrsta skrefs í starfi framtíðarfræðings­ins er yf­ir­leitt í formi ít­ar­legr­ar skýrslu og kynn­ing­ar, þar sem bæði er gefið gott yf­ir­lit yfir sviðið, helstu straum­ar í ný­sköp­un eru skil­greind­ir og kast­ljós­inu beint að áhuga­verðustu tæki­fær­un­um til umbreyt­ing­ar fyr­ir fyr­ir­tækið eða stofn­un­ina sem í hlut á.

„Oft­ast er framtíðarfræðing­ur­inn í mestu sam­bandi við fram­kvæmda­stjóra eða aðra hátt­setta stjórn­end­ur inn­an fyr­ir­tækja, s.s. markaðsstjóra, yf­ir­menn ný­sköp­un­ar­deilda o.þ.h. og eft­ir grunn­rann­sókn­ina vinn­ur hann sam­hliða þeim að því að leggja drög að nýrri vöru eða þjón­ustu og finna leiðir til að koma enn bet­ur til móts við viðskipta­vin­ina og þeirra þarf­ir,“ seg­ir Helga en viðfangs­efni framtíðarfræðinga spanna allt frá stutt­um og af­mörkuðum verk­efn­um yfir í að þeir séu reglu­leg­ir gest­ir hjá fyr­ir­tækj­um um ára­bil og liðsauki þeirra í stefnu­mót­un og hug­mynda­vinnu.

Tæki­færi blasa við

Þegar hún horf­ir yfir sviðið í sjáv­ar­út­veg­in­um seg­ir Helga að það fyrsta sem blasi við séu tæki­færi sem snúa að bættri nýt­ingu. „Talað er um að af þeim skepn­um sem mann­fólkið nýt­ir sér til mat­ar fari um 40-50% af hverju dýri til spill­is. Í sjáv­ar­út­vegi fer strax mikið af slógi beint út í sjó­inn áður en komið er með afl­ann í land og víða í vinnslu­ferl­inu sjá­um við úr­gang verða til sem hægt væri að breyta í verðmæti með rétt­um aðferðum og hug­viti. Það er mjög margt gert tengt sjáv­ar­út­veg­in­um á Íslandi á þessu sviði, en alltaf má gera bet­ur, og ég myndi ekki vilja sjá að nein fram­leiðslu­lína í heim­in­um bjóði upp á það að hluti hrá­efn­is­ins sem fer í inn í hana, geti farið út úr henni án þess að gegna fyr­ir­fram ákveðnu hlut­verki,“ seg­ir Helga.

„Þá hef­ur grein­in ekki mikið sinnt þjón­ustu­hönn­un, þ.e. að gaum­gæfa þarf­ir og ósk­ir viðskipta­vina, og sjó­manna, og finna nýj­ar og sniðugar leiðir til að bæta upp­lif­un þeirra af að kaupa, veiða, vinna og neyta sjáv­ar­af­urða. Gott dæmi um ár­ang­ur­inn sem næst þegar þessu er vel sinnt er hvernig Nice­land leyf­ir kaup­end­um að rekja slóð fisks­ins sem þeir kaupa allt frá miðum til versl­un­ar eða veit­ingastaðar. Margt fleira er í deigl­unni, eins og bálka­keðja og gagnag­nótt, og þarf oft ekki annað en að kunna að spyrja réttu spurn­ing­anna til að koma auga á hvernig nýj­ar stefn­ur og straum­ar í tækni og neyslu­venj­um geta nýst sjáv­ar­út­veg­in­um.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: