Berhardt Esau fluttur á sjúkrahús

Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu,
Bern­h­ar­dt Esau, fyrrverandi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, Ljósmynd/Sjávarútvegsráðuneyti Namibíu

Bern­h­ar­dt Esau, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra Namib­íu, var flutt­ur á sjúkra­hús í morg­un. Frá þessu grein­ir miðill­inn Nami­bi­an Sun, og fær staðfest frá namib­ísku lög­regl­unni. Ekki er vitað hvað amar að Esau.

Hann hef­ur setið í varðhaldi frá því í byrj­un mánaðar eft­ir að hann var hand­tek­inn grunaður um spill­ingu, fjár­svik og pen­ingaþvætti, í kjöl­far upp­ljóstr­ana Kveiks og Stund­ar­inn­ar um viðskipta­hætti Sam­herja í Namib­íu.

Auk Esau sit­ur Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­málaráðherra lands­ins, í varðhaldi, sem og hinir svo­nefndu há­karl­ar, James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður rík­is­út­gerðarfé­lags­ins Fis­hcor, Tam­son Hatuikluipi, tengda­son­ur Esau, Ricar­do Gusta­vom, sam­starfsmaður hans, og Pius Mwatelu­lo. Sex­menn­ing­arn­ir voru fyrr í mánuðinum úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald til 20. fe­brú­ar.

mbl.is