Endurheimt tonn á 2.000 krónur

Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir …
Með því að fylla aftur upp í skurði sem grafnir voru til að þurrka upp mýrar má endurheimta votlendi. mbl.is/RAX

Orku­veita Reykja­vík­ur (OR) og Vot­lend­is­sjóður und­ir­rituðu rétt fyr­ir jól samn­ing upp á 2,5 millj­ón­ir um kol­efnis­jöfn­un með end­ur­heimt vot­lend­is í gegn­um sjóðinn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vot­lend­is­sjóði.

„OR sam­stæðan kol­efnis­jafn­ar þannig alla sína starf­semi, bíla­flota, flug­ferðir og annað fyr­ir árið 2019. Á sama tíma held­ur OR áfram að vinna að mark­miðum sín­um um að fækka bíl­um sem knún­ir eru jarðefna­eldsneyti, draga úr flug­ferðum og draga úr jarðefna­eldsneyti á tækj­um og tól­um. Um er að ræða end­ur­heimt á 1.250 tonn­um af CO2 ígild­um sem er samn­ing­ur upp á 2.500.000,-“

Þessi samn­ing­ur er sá fyrsti sem skapaður er eft­ir nýj­um fram­lags­for­send­um sem sjóður­inn tek­ur upp um ára­mót­in.

„Vot­lend­is­sjóður þakk­ar Orku­veit­unni traustið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem sam­stæðan ger­ir samn­ing um kol­efnis­jöfn­un í gegn­um sjóðinn“, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri OR, og Þröstur Ólafsson skelltu saman hnefum …
Hólm­fríður Sig­urðardótt­ir, um­hverf­is­stjóri OR, og Þröst­ur Ólafs­son skelltu sam­an hnef­um í til­efni samn­ings­ins.

End­ur­heimtu á þriðja tug jarða

„Vot­lend­is­sjóður hef­ur breytt fram­lags­for­send­um sín­um og þar með verðlagn­ingu kol­efnis­jöfn­un­ar í gegn­um sjóðinn. Helstu breyt­ing­ar eru þær að sjóður­inn býður nú end­ur­heimt tonn á 2.000,- krón­ur og sel­ur staðfesta stöðvun í átta í ár stað eins árs eins og fyrra mód­el var byggt á.“

Stærsta breyt­ing­in á fram­lags­for­send­um sjóðsins viðkem­ur land­eig­end­um sem koma til sam­starfs við sjóðinn, þegar sjóður­inn hef­ur nýtt þessi átta ár til að fjár­magna fram­kvæmd­irn­ar fá land­eig­end­ur stöðvun­ina til ráðstöf­un­ar.  

„Á fyrstu sex mánuðum 2020 end­ur­heimt­ir sjóður­inn á þriðja tug jarða í sam­vinnu við Land­græðsluna. Ný heimasíða er í vinnslu og alþjóðleg­ar vott­an­ir eru í skoðun.“

mbl.is