Össur leiðir þróunarferli nýrra báta

Bylting í siglingum er handan við hornið
Bylting í siglingum er handan við hornið mbl.is/RAX

Skipa­smíðafyr­ir­tækið Rafn­ar í Kópa­vogi þróar núna stærri báta en það hef­ur áður fjölda­fram­leitt, bæði 14 metra og 17 metra langa. Eru bát­arn­ir meðal ann­ars hugsaðir með þarf­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í huga.

Össur Krist­ins­son stoðtækja­fræðing­ur leiðir nú báta­hönn­un hjá Rafn­ari, fyr­ir­tæk­inu sem hann stofnaði árið 2005. Bát­arn­ir sem um ræðir eru nýir og stærri bát­ar sem hugsaðir eru með þarf­ir Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar í huga. Hingað til hef­ur fyr­ir­tækið þróað og selt báta sem eru 8,5 metra og 11 metra lang­ir, og komu fyrst á markaðinn árið 2015, en þessi nýi bát­ur verður 14 metra lang­ur. 8,5 metra og 11 metra bát­arn­ir voru báðir hannaðir í nánu sam­starfi við Land­helg­is­gæslu Íslands og Lands­björg.

Tölvugerð mynd af nýja fjórtán metra langa bátnum frá Rafnari …
Tölvu­gerð mynd af nýja fjór­tán metra langa bátn­um frá Rafn­ari í lit­um ís­lensku Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Teikn­ing/​Rafn­ar

Bylt­ing­ar­kennd þróun

Haukur Alfreðsson.
Hauk­ur Al­freðsson.

Til­gang­ur­inn með stofn­un Rafn­ars á sín­um tíma var að þróa, fram­leiða og selja nýja bylt­ing­ar­kennda gerð báta. Um er að ræða nýja hönn­un á skrokklagi hraðskreiðra báta og smærri skipa sem dreg­ur veru­lega úr högg­um þegar bátn­um er siglt við aðstæður sem alla jafna væru tald­ar erfiðar eða ófær­ar fyr­ir báta með hefðbundnu skrokklagi. Hauk­ur Al­freðsson fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins seg­ir í sam­tali við 200 míl­ur að sam­an­b­urðarpróf­an­ir hafi til dæm­is sýnt að skrokklagið dragi allt að 95% úr högg­um, bát­arn­ir séu hag­kvæm­ir, minnki orkuþörf og eldsneytis­eyðslu. Eins og Hauk­ur bend­ir á hafa bát­arn­ir hlotið fjölda viður­kenn­inga vegna sinna sér­stöku eig­in­leika og mik­ill­ar sjó­hæfni.

Hann seg­ir að unnið hafi verið mark­visst að því með Lands­björg að þróa nýja 14 metra bát­inn með þessu nýja skrokklagi og í sam­ræmi við þarf­ir Slysa­varna­fé­lags­ins.

Seg­ir hann að til standi á næstu árum að end­ur­nýja all­an báta­flota Lands­bjarg­ar, en fé­lagið rek­ur á ann­an tug björg­un­ar­skipa hring­inn í kring­um landið. Sem dæmi seg­ir Hauk­ur að björg­un­ar­skipið Ásgrím­ur í Reykja­vík sé núna um 40 ára gam­alt skip en við kom­una hingað til lands var skipið þá þegar ná­lægt því tutt­ugu ára gam­alt. „Þetta eru góð skip, en þau eru barn síns tíma,“ seg­ir Hauk­ur. „Þau eru hæg­geng og eiga til að þyngj­ast með aldri- num.“

Stóri bróðir á teikni­borðinu

Aðspurður seg­ir Hauk­ur að ekki sé kom­inn á bind­andi samn­ing­ur við Lands­björg um kaup­in á bát­un­um. Lands­björg skoði einnig skip frá öðrum fram­leiðend­um en bát­ar Rafn­ars komi von­andi sterk­lega til greina til að taka við af nú­ver­andi báta­flota, enda sé um að ræða ís­lenska hönn­un og fram­leiðslu.

Hauk­ur seg­ir að byggt sé á 8,5 og 11 metra bát­un­um við hönn­un á 14 metra bát­un­um fyr­ir Lands­björg, en þeir séu skalaðir upp og lagaðir að þörf­um Slysa­varna­fé­lags­ins. „Við keyr­um þrívídd­ar­lík­an af bátn­um í sí­fellu í full­komnu hermilíkani og þannig náum við sí­fellt betri ár­angri hvað varðar, eig­in­leika og orkuþörf bát­anna, til dæm­is.“

Aðspurður seg­ir Hauk­ur að nýi bát­ur­inn verði sá stærsti sem fyr­ir­tækið hef­ur sett í fjölda­fram­leiðslu. „Við höf­um áður sér­smíðað einn bát sem er 15 metra lang­ur. Svo erum við með stóra bróður á teikni­borðinu, 17 metra lang­an bát, en í hon­um geta verið rúm­góðar ká­et­ur, þannig að skip­verj­ar geta búið um borð.“

Bátar Rafnars þykja byltingarkenndir, en skrokklagið hefur sérstaka eiginleika og …
Bát­ar Rafn­ars þykja bylt­ing­ar­kennd­ir, en skrokklagið hef­ur sér­staka eig­in­leika og mikla sjó­hæfni. Teikn­ing/​Rafn­ar

Eins og sagt var frá í Morg­un­blaðinu í nóv­em­ber sl. seldi fyr­ir­tækið ný­lega 10 báta af gerðinni Rafn­ar 1100, sem eru 11 metra lang­ir bát­ar, til grísku strand­gæsl­unn­ar og sam­taka grískra skipa­eig­enda. Byrjað verður að af­henda þá báta á næsta ári að sögn Hauks. Þá er Land­helg­is­gæsla Íslands með bæði 8,5 metra bát og 11 metra bát í notk­un. Enn­frem­ur er Hjálp­ar­sveit skáta í Kópa­vogi með 11 metra bát í notk­un og sömu­leiðis Björg­un­ar­sveit­in Geisli á Fá­skrúðsfirði með einn 11 metra bát. Þá hafa nokkr­ir bát­ar Rafn­ars verið seld­ir til einkaaðila, t.d. í Norður-Skotlandi og víðar um heim­inn. Bát­ur­inn í Skotlandi hef­ur reynst sér­stak­lega vel, að sögn Hauks. Hann hef­ur það verk­efni meðal ann­ars að ferja fólk á milli skoskr­ar eyj­ar og meg­in­lands­ins.

Ísland verði vöruþró­un­ar­miðstöð

Næsta ár lít­ur nokkuð vel út hjá Rafn­ari að sögn Hauks. „Við erum bjart­sýn fyr­ir kom­andi ár. Auk söl­unn­ar til Grikk­lands finn­um við fyr­ir tölu­verðum áhuga á 14 metra bátn­um. Þá má nefna að haf­in er smíði á 8,5 metra bát­um í Bretlandi, sem þýðir að við erum kom­in með fram­leiðslu í gang á tveim­ur stöðum utan Íslands. Við hugs­um Ísland sem vöruþró­un­ar­miðstöð og verðum með fram­leiðslu hér á landi fyr­ir heima­markaðinn og ná­grenni. Það er mjög mik­il­vægt að halda fram­leiðslu hér á landi og þannig halda áfram þróun bát­anna í sam­ræmi við kröf­ur markaðar­ins. Einnig er mik­il­vægt að þróa hag­kvæm­ar fram­leiðsluaðferðir, eiga þátt í upp­bygg­ingu þekk­ing­ariðnaðar auk þess að sinna þjón­ustu við nú­ver­andi eig­end­ur Rafn­ars báta.“

Gein­in var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál, 20. des­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: