Laxeldið mun sækja út á haf

Næsta skrefið í íslensku laxeldi verið að stunda úthafseldi í …
Næsta skrefið í íslensku laxeldi verið að stunda úthafseldi í risavöxnum kvíum sem þola mikla ölduhæð og rúma langtum meira magn af fiski en hefðbundnar flotkvíar. Tölvuteikning/Nordlax

Áætlað er að rækta megi um 150.000 tonn af laxi í sjókví­um í ís­lensk­um fjörðum. Lax­eldið er núna í mik­illi sókn og stefn­ir í að fram­leiðslan á þessu ári verði á bil­inu 25 til 30.000 tonn, en til að sýna les­end­um hve ör vöxt­ur­inn er í grein­inni þá tókst lax­eld­is­stöðvun­um að rjúfa 10.000 tonna múr­inn árið 2017. Ef sami takt­ur verður í vexti ís­lensks lax­eld­is á kom­andi árum og ára­tug­um er ljóst að búið verður að full­nýta öll leyfi­leg eld­is­svæði áður en langt um líður – og hvað ger­ist þá?

Friðrik Sigurðsson, ráðgjafi hjá INAQ.
Friðrik Sig­urðsson, ráðgjafi hjá INAQ.

Friðrik Sig­urðsson er ráðgjafi á sviði fisk­eld­is og sjáv­ar­út­vegs hjá norska fyr­ir­tæk­inu INAQ. Hann lærði sjáv­ar­líf­fræði við NTNU í Þránd­heimi í Nor­egi og var fyrsti fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva á ár­un­um 1986 til 1990. Hann hef­ur komið við hér og þar í grein­inni, bæði á Íslandi og er­lend­is. Til viðbót­ar við ráðgjaf­ar­störf­in er hann núna stjórn­ar­maður hjá Erik Hav­fiske AS sem er stærsta línu­báta­út­gerð heims.

Að mati Friðriks gæti næsta skrefið í ís­lensku lax­eldi verið að stunda út­hafseldi í risa­vöxn­um kví­um sem þola mikla öldu­hæð og rúma langt­um meira magn af fiski en hefðbundn­ar flot­kví­ar. Í Nor­egi eru þannig kví­ar þegar komn­ar í notk­un og lofa góðu. Hann seg­ir það hafa hvatt eld­is­fyr­ir­tæk­in þar í landi til að leita út á haf að í dag þarf að greiða tugi millj­óna norskra króna til að fá leyfi til að hefja lax­eldi inni í fjörðum á meðan leyfi til að stunda út­hafseldi eru veitt án end­ur­gjalds. Þá er miklu minni hætta á laxal­ús og erfðameng­un úti á opnu hafi og sterk­ari vatns­straum­ar sem bera burtu úr­gang en á móti kem­ur að sjálf­ar kví­arn­ar eru mun dýr­ari enda þurfa þær að þola meira krefj­andi aðstæður. „Fram­leiðslu­get­an er hins veg­ar gríðarleg og get­ur ein út­hafskví rúmað 5.000 til 10.000 tonn af laxi á meðan hefðbund­in flot­kví rúm­ar 750 til 1.000 tonn.“

Verðmæti upp á tugi millj­arða króna

Friðrik bend­ir á að ef dæmi­gerð út­hafseldisk­ví myndi fram­leiða um 7,500 tonn af laxi á ári þá myndi þurfa um 20 kví­ar af þeirri stærð í kring­um Ísland til að fram­leiða 150.000 tonn til viðbót­ar við þann fisk sem ræktaður væri í fjörðunum. „Ef við miðum við 800 kr. kílóverð og ger­um ráð fyr­ir 100.000 tonna viðbótar­fram­leiðslu ár­lega þá myndi það jafn­gilda 80 millj­örðum króna í tekj­ur en til sam­an­b­urðar er út­flutn­ings­verðmæti allra fisk­veiða og fisk­eld­is á Íslandi núna um 250 millj­arðar ár­lega. Auk þess skap­ar þetta fjölda nýrra starfa við fóður­gerð, viðhald búnaðar, skipa og lönd­un­arþjón­ustu, vinnslu og pökk­un.“

Hefðbundnar kvíar geta framleitt mun minn magn en mögulegar kvíar …
Hefðbundn­ar kví­ar geta fram­leitt mun minn magn en mögu­leg­ar kví­ar framtíðar­inn­ar. mbl.is/​Helgi Bjarna­son

Vita­skuld þarf margt annað að ger­ast í millitíðinni og þannig nefn­ir Friðrik að í dag sé seiðaeldi stærsti flösku­háls­inn í ís­lensku lax­eldi og þörf á að auka fram­leiðslu­getu seiðaeld­is­stöðva til muna á kom­andi árum. Eins mun þurfa að bæta ýmsa innviði grein­ar­inn­ar svo hún ráði vel við stór­aukna fram­leiðslu á laxi og sé á sama tíma sam­keppn­is­hæf við lax­eldi í öðrum lönd­um.

„Aðstæður til lax­eld­is á Íslandi eru svipaðar og í Norður-Nor­egi og fram­leiðslu­kostnaður í sjó ekki ósvipaður og þar. Aft­ur á móti er kostnaður­inn mun hærri á Íslandi þegar kem­ur að því að taka lax­inn úr kví­un­um, slátra hon­um og koma á markað er­lend­is, en í krafti stærðar­hag­kvæmni er vinnslu- og flutn­ings­geta norska lax­eld­is­ins allt önn­ur og kostnaður­inn lægri.“

Með betri markaðssýn

Friðrik bend­ir á að með tíð og tíma muni ís­lenskt lax­eldi styrkj­ast og stækka, og með því auk­ist stærðar­hag­kvæmn­in. Þá hafi ís­lensk­ir fram­leiðend­ur á marg­an hátt betri markaðssýn en koll­eg­ar þeirra í Nor­egi: „Lax­eldi í Nor­egi bygg­ist að mestu á því að fram­leiða mikið magn af lítið unn­inni afurð en Ísland hef­ur tæki­færi til að vera fram­ar í vöruþróun og menn verða að gæta þess að vera ekki að flytja út hausa, roð og bein sem lítið fæst fyr­ir held­ur nýta tækn­ina til að flaka og snyrta lax­inn vel áður en hann er send­ur rak­leiðis á markað,“ seg­ir hann og spá­ir því að staða Íslands gæti orðið svipuð og staða Fær­eyja sem í dag fá hærra verð en Norðmenn fyr­ir sinn eld­islax.

„Í dag er fisk­eldi orðið ein af aðal­at­vinnu­grein­um Fær­ey­inga og á u.þ.b. 15 til 20 árum hef­ur þeim tek­ist að ná fram­leiðslu á eld­islaxi upp í 80 til 90.000 tonn á ári. Fær­eysk­ir fram­leiðend­ur fá gott verð fyr­ir fisk­inn og eru meðal ann­ars að selja til landa eins og Kína þar sem Nor­eg­ur hef­ur ekki haft jafn auðveld­an aðgang.“

Risavaxna úthafseldisstöðin hefur hlotið nafnið Havfarm og verður smíðuð í …
Risa­vaxna út­hafseld­is­stöðin hef­ur hlotið nafnið Havfarm og verður smíðuð í Kína. Teikn­ing/​Nor­dlax

Hent­ug svæði og hent­ug­ar leik­regl­ur

Ef út­hafseldi á laxi á að verða að veru­leika í framtíðinni þyrfti strax í dag að fara að búa í hag­inn fyr­ir frek­ari þróun á því sviði. Friðrik seg­ir stjórn­völd þurfa að hafa skyn­sam­lega framtíðar­sýn og ekki sofna á verðinum. „Við erum að kom­ast á það stig að um­gjörðin fyr­ir hefðbundið fisk­eldi á Íslandi sé jafn langt á veg kom­in og í Nor­egi, en því miður hef­ur kunn­áttu­leysi ís­lenskra stjórn­valda litað um­hverfi grein­ar­inn­ar. Stjórn­völd þurfa líka, fyrr en síðar, að marka stefnu um út­hafseldi, með aðkomu hags­munaaðila og rann­sókn­ar­stofn­ana þar sem m.a. væri gætt vand­lega að líf­fræðileg­um og um­hverf­is­leg­um þátt­um og þess freistað að greina hvaða svæði myndu henta best til að stunda út­hafseldi s.s. með til­liti til hrygn­ing­ar­svæða verðmætra fisk­stofna og áhrifa á viðkvæm haf- og botnsvæði á borð við kór­alrif,“ seg­ir Friðrik og bend­ir á að senni­lega myndu út­hafskví­arn­ar þurfa að vera sunn­an og aust­an við landið svo að lít­il sem eng­in hætta yrði á skemmd­um af völd­um haf­íss. „Eins þarf að taka með í reikn­ing­inn að út­hafseldið falli vel að um­ferð bæði fiski­skipa og vöru­flutn­inga­skipa, svara ýms­um haf­rétt­ar­leg­um spurn­ing­um og greina hvort út­hafseldið gæti haft áhrif á fisk­veiðar.“

Friðrik gagn­rýn­ir hve lang­an tíma það tók stjórn­völd að koma á skýrri og vandaðri um­gjörð fyr­ir hefðbundið fisk­eldi. „Það geng­ur ekki að bíða í önn­ur 30 ár eft­ir um­gjörð utan um út­hafseldið, og að bíða eft­ir því að lausn­in komi til okk­ar frá Nor­egi. Að taka af skarið núna og sýna gott frum­kvæði er það sem þarf ef á að auka fram­leiðslu­getu ís­lensks lax­eld­is í framtíðinni,“ seg­ir hann og bæt­ir við að Norðmenn séu stór­huga þegar kem­ur að út­hafseld­inu: „Stjórn­völd þar í landi hafa lagt til að um 25.000 fer­kíló­metr­ar und­an strönd­um Nor­egs verði notaðir und­ir út­hafseldi en það er um fjórðung­ur af flat­ar­máil alls Íslands.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur: