Ástralar sögðu ráðherranum til syndanna

Scott Morrison forsætisráðherra.
Scott Morrison forsætisráðherra. AFP

Scott Morri­son, for­sæt­is­ráðherra Ástr­al­íu, þurfti að stytta heim­sókn sína til bæj­ar­ins Cobargo í Nýja Suður-Wales eft­ir að reiðir bæj­ar­bú­ar sögðu hon­um til synd­anna og gagn­rýndu aðgerðal­eysi hans og áströlsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar yfir gróðureld­um í land­inu. 

Bæj­ar­bú­ar sögðu for­sæt­is­ráðherr­ann hafa gert afar lítið til að tryggja ör­yggi bæj­ar­ins hvar tveir lét­ust í vik­unni. Þá hafa fjöl­marg­ir bæj­ar­bú­ar einnig misst heim­ili sín. 

18 manns hafa lát­ist í eld­un­um  frá því í sept­em­ber og yfir 1.200 heim­ili hafa eyðilagst. Þá er 17 manns saknað sem stend­ur. 

Íbúi í Cobargo nálgaðist Morri­son þegar hann heim­sótti bæ­inn fyrr í vik­unni. „Hvernig stend­ur á því að aðeins fjór­ir bíl­ar verja bæ­inn okk­ar? Þó að bær­inn eigi ekki mik­inn pen­ing erum við með hjarta út gulli, for­sæt­is­ráðherra,“ hrópaði kona á Morri­son. Þá heyrðust fleiri köll frá bæj­ar­bú­um, sum­ir kölluðu ráðherr­ann „hálf­vita“ á meðan aðrir sögðu hann ekki vera vel­kom­inn í bæn­um. 

„Þú færð eng­in at­kvæði hérna fé­lagi. Eng­in frjáls­lynd atvæði — þú ert bú­inn,“ gjammaði einn íbú­anna. 

„Hvað með fólkið sem er dáið for­sæt­is­ráðherra? Hvað með fólkið sem á í eng­in hús að venda?“ spurði íbúi Morri­son þegar hon­um var flýtt í burtu. 

„Ég skil til­finn­ing­ar fólks, þau hafa misst allt og það eru erfiðir dag­ar fram und­an,“ sagði Morri­son í viðtali í kjöl­far heim­sókn­ar­inn­ar til Cobargo. 

„Mitt hlut­verk er að tryggja stöðug­leika á þess­um erfiðum dög­um og styðja fylk­in í þeirra aðgerðum,“ sagði Morri­son. 

mbl.is